19.8.2009 | 17:06
Heimskan lætur ekki hæðast að sér.
Þessi skemmdavargur "Illgresi", hvort sem um forheimskan einstakling er að ræða eða samansafn af forheimskum dólgum, má fara út í búð og skoða ávextina sem þar eru til sölu og hafa verið lengi. Þeir eru allir erfðabreyttir að einhverju leiti. Bananar, epli, appelsínur, vínber. T.d. heldur fólk að steinlaus vínber og steinlausar appelsínur séu a la Nature? Þessir bragðmiklu og góðu Chiquita bananar séu orginal?
Man eftir svona atviki í Frakklandi, þar sem forheimskt lið eyðilagði svona akur um hábjartan dag, leyfði bóndinn þeim að gera það en sendi fólk út af örkinni að kaupa appelsínur og vínber á næsta markaði, ganga síðan um á meðal "aðgerðasinna" og bjóða þeim. Þau borðuðu með bestu lyst. Eftir að fólkið var búið að torga þessu vel var tilkynnt um að þetta væru þeir ávextir sem fólk kaupir dags daglega um allan heim og allir voru þeir erfðabreyttir.
Já, Saving Iceland fólkið er greinilega ekki eitt á báti um að hugsa stundum hlutina ekki alveg til enda.
![]() |
Mikið tjón fyrir lítið fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |