Heimskan lætur ekki hæðast að sér.

Þessi skemmdavargur "Illgresi", hvort sem um forheimskan einstakling er að ræða eða samansafn af forheimskum dólgum, má fara út í búð og skoða ávextina sem þar eru til sölu og hafa verið lengi. Þeir eru allir erfðabreyttir að einhverju leiti. Bananar, epli, appelsínur, vínber. T.d. heldur fólk að steinlaus vínber og steinlausar appelsínur séu a la Nature? Þessir bragðmiklu og góðu Chiquita bananar séu orginal?

Man eftir svona atviki í Frakklandi, þar sem forheimskt lið eyðilagði svona akur um hábjartan dag, leyfði bóndinn þeim að gera það en sendi fólk út af örkinni að kaupa appelsínur og vínber á næsta markaði, ganga síðan um á meðal "aðgerðasinna" og bjóða þeim. Þau borðuðu með bestu lyst. Eftir að fólkið var búið að torga þessu vel var tilkynnt um að þetta væru þeir ávextir sem fólk kaupir dags daglega um allan heim og allir voru þeir erfðabreyttir.

Já, Saving Iceland fólkið er greinilega ekki eitt á báti um að hugsa stundum hlutina ekki alveg til enda.


mbl.is Mikið tjón fyrir lítið fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að þessu standa sóðalegir Breskir borgarar. Sennilega leggur af þeim Hass fnykin langar leiðir!

óli (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:16

2 identicon

Einar, í blöndun og ræktun felast erfðabreytingar, bara með gamla laginu. Erfðabreytingar engu að síður.

Rannsóknir? Hvaða rannsóknir? Það er alveg óheyrilega leiðinlegt þegar fólk segir "rannsóknir sýna..." án þess að minnast á eina einustu ákveðnu rannsókn.

Sigurjón (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:28

3 identicon

Var ekki einmitt verið að rækta þetta í RANNSÓKNARSKYNI? Þetta átti aldrei að fara á markað eða vera til manneldis. Er þetta lið á móti öllum rannsóknum? Meira ruglið.

Soffía (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:53

4 identicon

Óli: Engin ástæða til að láta fordómana hlaupa með sig í gönur og tengja þennan vitleysisgang við hina meinsaklausu kannabisneyslu.

Finnur Pind (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:03

5 identicon

Úps. Síðuhaldari heitir líka Sigurjón. Kommentið mitt (#3) var sumsé ekki hans, heldur mitt.

Sigurjón (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:16

6 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Ég þakka nafna mínum innlitið.

Og þeir sem vilja splitta hárum yfir ræktun, blöndun og hvaðeina, geta velt fyrir sér hvað múlasni er. Og spurt sig eftirfarandi spurninga: Er múlasni það sama erfðafræðilega og mamma/pabbi, sem sé hestur og asni? Og ef nei, skiptir þá máli hvort leikur manna að erfðaefnunum var í lagi fyrst hann fór ekki fram á rannsóknarstofu í umsjón sloppklæddra manna og kvenna?

Sigurjón Sveinsson, 19.8.2009 kl. 19:32

7 Smámynd: Ragnar Björnsson

"Erfðabreyting er ekki það sama og blöndun eða ræktun.

Í tilraunum ORF er búið að splæsa mannlegu prótíni í byggið. Rannsóknir hafa sýnt slæm áhrif á dýr sé þeirra neytt."

Það er stigsmunur, ekki eðlismunur á nútíma erfðabreytingum og hefðbundnum kynbótum. Og stigsmunurinn er í öfuga átt miðað við sem flestir halda. Á meðan hefðbundnar kynbætur fela í sér algerlega óútreiknanlegar genabreytingar, þar sem flutningur og blöndun margra þúsunda gena eiga sér stað sem geta skapað óutreiknanlega fjölbreytt afkvæmi (líttu bara á hundategundirnar allar, allar eiga þær sér sameiginlega forföður) , þá fela nútíma erfðabreytingar í sér markvissar breytingar á stöku geni sem ætlað er tilteknu hlutverki.

Erfðabreyttri plöntu a la Orf, sem hefur verið breytt þannig að hún framleiðir visst prótein breytir ósköp litlu miðað við það sem við þekkjum svo um erfðabreytingar. Það skiptir engu máli hvaðan próteinið kom. Próteininu er ætlað visst hlutverk, t.d. sem lyf.

En það hefur engin áhrif úti í náttúrunni. Ferlinu er stýrt þannig að framleiðsla próteinsins skaðar ekki plöntuna sjálfa. Og það skiptir nákvæmlega engu máli þótt eitthvert dýr (þar á meðal maðurinn) myndi innbyrða plöntuna og þar með próteinið. Hvers vegna ?

Vegna þess að öll prótein og ensím (prótein með hvatavirkni) eru markvisst brotin niður af meltingarkerfi dýra í amínósýru-einingar sínar. Þau eru ekki tekin inn, þau fara ekki út í blóðrásina.

Ef að svo væri að meltingarkerfið myndi bregðast þannig að prótein væru ekki brotin niður, þyrftum við að hafa áhyggjur af öllu sem við myndum innbyrða, því prótein eru jú bæði byggingarefni plantna og dýra og stjórna flóknum efnuferlum lífveranna.

En við þurfum ekki að hafa áhyggjur af próteinum, af því að þau eru öll brotin niður fullkomlega.

Ragnar Björnsson, 19.8.2009 kl. 20:00

8 identicon

Ragnar lýgin er ykkar vörn ORF-manna.

Það er reyndar markmið meltingarinnar að leysa prótein í amminósýrur en fjölmargt veldur því að það gerist ekki nærri alltaf, bæði í litlum mæli og miklum mæli. Þá fara prótein yfir meltingaveginn í blóðið bæði hluta melt og ómelt og bæði í meiri og minni mæli, einnig yfir slímhimnur lungna og öndunarfæra og meltingafæra. Það er reyndar orsök bráðaofnæmis sumra gegn próteinum t.d. úr hnetum og fiski og fleiri próteina sem neytt er sem mat. Það er þó aðeins viðbrögð sumra að fá ofnæmi eins og bráðaofnaæmi. Þá er talið að geti verið að gigt stafi af utanaðkomandi próteinum sem komast í líkama okkar og setjast að í liðum og stöðum þar sem lítil blóðrás er og síðan brengluðum tilraunum ónæmsikerfisns til að vinna gegn þeim

Þá gefur ORF það upp að hluti af þeim meira en 100 vaxtaþáttum sem þeir framleiða eru notaðir í geralfæðu til að örva vöxt gerla - þ.e. próteinin eru notuð beint sem virk fæða gerla. 

Sumir vaxtaþættir manna eru gefnir í pillum til að örva framleiðslu líkamans sjálfs á HGH, þó þeir stærstu t.d. HGH þurfi að gefa með sprautum ef tryggja á næga nýtingu á hormóninu.

ORF hefur engar rannsóknir gert sem sanna að ekki jafnframt til önnur og skaðlegri prótein í erfðabreytta bygginu en þau sem við er búist en tilraunir sýna að það gerist iðulega í erfðabreyttum lífverum.

ORF hefur heldur engar fóðrunarrannsóknir gert þ.e. til að komast að því hvaða áhrif kornið hefur á mýs og önnur dýr og fugla sem komast í það og éta það, eða bakteríur og gerla. Nú vitum við að hvert gen getur stýrt framleiðslu fjölmargar próteina en þegar þessi tækni var fyrst leyfð í USA fyrir aðeins fáum árum héldu menn að hvert gen stýrði aðeins gerð eins próteins.

ORF hefur engar rannsóknir gert á því hvort þau tvö aukagen sem þeir setja með þ.e. prómótorinn til að kveikja á ígræðslugeninu sem lífveran kærir sig alls ekki um og lætur því ekki sjálf genið framleiði prótein, sem þó hver heilbrigð lífvera gerir sjálfkrafa eftir þörfum sínum,

né hefur ORF rannsakað áhrif þess gens  sem þeir hnýta við og á að veita þol gegn antibiotic efnum til að sortera stofnfrumur sem tóku við genaskotum frá hinum sem ekki veittu þeim viðtöku. Það er gert með því að gefa þeim öllum sýkladrepandi/antibiotic þannig að aðeins þær lifi sem veittu genskotum með þessu viðbótargeni auk mannagensins og prómótorsins viðtöku. 

Þegar hefur sannast annarsstaðar að bakteríur og gerlar sem nærst hafa á slíku fæði hafa tekið upp  antibioticgenið og myndað þol gegn öllum sýklalyfjum. Mikil aukning á sýklalyfjaþolnum bakteríum geta stafað af notkun þessarar aðferðar víða um heim við að sortera erfðabreyttar frumur frá hinum. Sýklalyf drepa þá strax allar allar bakteríur sem ekki hafa tekið það upp t.d. við að nærast á erfðabreyttu bakteríufæði en þær lifa einar sem hafa tekið upp genið. Bakteríur eru jú dreifkjörnungar og prómótor eða kveikjari fylgir geninu sem annars myndi ekki virka. 

Þá geta prómotórarnir eða nauð-kveikjararnir sem fylgja geninu sem stýra á framleiðslu á próteini sem sóst er eftir og er ætlað að kveikja á framleiðslunni gegn vilja lífverunnar, kveikt einnig á aðliggjandi gegnum, þar á meðal fornum DNA-vírusum sem lífveran hefur fyrir ævafornu svæft eða ógilt með upptöku í DNA sitt og slökkt á þeim (99% DNA er sagt ýmiskonar rusl og þar á meðal fornir svæfðir vírusar).

Þó hverfandi líkur séu á hverjum af þessum viðburðum og mörgum fleiri þá margfaldast líkurnar við endurtekningar og magnaukningu. Á löngum tíma mun þetta því allt gerast fyrr eða seinna.

Gunnar (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:38

9 identicon

Sigurjón, það hefur ekki verið leyfð markaðssetning á neinum erfðabreyttum ávöxtum og nær allt sem er selt erfðabreytt er annarsvegar Soja-baunir og afurðir af henni og svo Maís sem aðallega er notaður í fóður. Þá er talsvert framleitt af erfðabreyttum bómull. 90% af erfðabreyttum afurðum koma frá Bandaríkjunum, Argentínu og Brazilíu, en bómull er líka framleidd í Kína og Indlandi. Nær allar erfðabreyttar afurðir sem markaðssetning hefur verið leyfð á eru koma af plöntum sem gefið er þol fyrir illgeræsiseyðinn RoundUp sem Monsanto framleiðir og selur og dreift er yfir akra með flugvélum (gagnast því ekki fátækum bændum). - Nú er illgresið farið að þola RoundUp og því eru notaðir meira en 10 sinnum stærri og sterkari skammtar en í upphafi auk viðabótareiturs.

Niðurstaðan er hinsvegar sú að soja er stórskemmt sem fremsta næringarjurt heims, orðin ofnæmisvaldur margra og framleiðir miklu minna af þeim efnum sem hún var þekkt fyrir t.d. sem verja hjartað. Margir framleiðendur á barnamjólk eru hættir að byggja vöru sína á Soja vegna þessarra breytinga.

Gunnar (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband