30.6.2009 | 12:46
Kolbrún fær þetta, spái ég.
Það er mín spá að Kolbrún Halldórsdóttir, sú kona hverra kjósendur höfnuðu í forvali VG og var mest strikuð út af VG fólki í kosningunum (heitir að skíttapa og vera hafnað harkalega) verði valin Þjóðleikhússtjóri. Það mun gera hennar vinkona, flokkssystir og samfemínisti, Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og samráðherra í skamma stund.
Annars er listinn þessi:
Ari Matthíasson, leikari,
Hilmar Jónsson, leikstjóri,
Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri og rithöfundur,
Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri,
Magnús Ragnarsson, framleiðandi,
Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra,
Sigurður Kaiser, framkvæmdastjóri og leikhúshönnuður,
Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri og
Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri.
Annars er annar kandídat þarna ansi sterkur, Þórhildur Þorleifsdóttir. Ef einhver á þessum lista á séns í að vera meiri femínisti og kommi en Kolbrún þá er það Þórhildur blessunin.
Ef svo ólíklega vildi til að Tinna verður ráðin áfram (leikstjóri, MBA gráða, búin að vera Þjóðleikhússtjóri í fimm ár), s.s. hæfasti aðilinn á listanum ráðinn, burtséð frá pólitík, þá skal ég skála í kaffi yfir því. En þangað til ætla ég að reikna með að frú Harkaleg-Höfnun fái brauðmola frá vinkonu sinni.
![]() |
Tíu sóttu um starf Þjóðleikhússtjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)