Ef jafnaðarmaður hefði stýrt Titanic

Ef skipstjóri Titanic hefði verið félagshyggjumaður/jafnaðarmaður þá hefði hann skv. hegðunar- og ákvarðanamynstri jafnaðarmanna, ekki hleypt neinum í björgunarbátana þegar skipið var að sökkva.

Já, það voru nefnilega ekki til björgunarbátar fyrir alla. Þá er það svoleiðis skv. jafnaðarmennskunni að ekki má mismuna fólki. Allir eiga að vera jafnir og hafa jafnan aðgang að björgunarbátum.

Þar sem ekki var hægt að tryggja aðgang allra að björgunarbátum þá hefði skipstjórinn komið því þannig fyrir að enginn færi neitt. Það væri ójafnræði og mismunum á farþegum. Skamm skamm. Nei, ekkert svoleiðis. Jöfnuður er ordre de jour, enginn í bátana þá.

Jafnaðarmenn eru yndislegt fólk og ég á helling af vinum sem telja sig til jafnaðarmanna. En þessi hugsunarháttur er bara algert tjón fyrir þessa annars fallegu hugsjón. Allir jafnir. Í vandræðunum og skítnum. 


Þetta er bara KOMMI!

Það er alveg stórmerkilegt hvað kommar á borð við Ögmund geta ekki drattast til að leyfa fólki að stunda sín viðskipti í friði. Ef skurðstofur eru ónýttar, má þá ekki skapa störf og nýta aðstöðuna til þess? Skiptir öllu að þetta sé "grunnþjónusta" og því eigi hún að vera í höndum ríkisstarfsmanna?

Eigum við að taka aðarar grunnþjónustur og spegúlera? Hvað með matarframleiðslu? Verslun með matvörur? Er það ekki grunnþjónusta? Af hverju er hún þá í höndum einkaaðila? Fjarskipti, er það ekki grunnþjónusta? Af hverju eru þá öll fjarskiptafyrirtæki fyrir almenning í höndum einkaaðila?

Eigum við að rifja aðeins upp þegar þessi þjónusta var í höndum ríkisins, þar sem "grunnþjónusta" á að vera skv. Ögmundi, þeim annars ágæta manni? Síminn átti að vera grár, með skífu og með tveggja metra snúru í vegg. Ef maður vildi lengri snúru þurfti maður helst að þekkja einhvern hjá símanum. Eða selja ömmu sína. Eða bæði. Annars var það bara eins og að draga tönn úr risa að fá svona snúru. Þetta var "grunnþjónustan" og hún er svona enn hjá ríkinu á vissum sviðum.

Nei, Ögmundur, gerðu það sem kommar gera best, haltu öllum jöfnum. Jöfnum í skítnum. Það er það sem kommar gera best. Dreifa hallæri og eymd jafnt yfir alla.


mbl.is Ögmundi stillt upp við vegg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband