Skattahækkanir: Það eina sem kommar kunna.

Þetta er merkileg. Alveg hreint stórmerkilegt. Ríkið hefur tútnað og tútnað og tútnað út sl. 10 ár, útgjöld ríkisins hafa aukist um hátt í 10% ár hvert. En þegar allt fer í fokk getur núverandi stjórn ekki tekið skref afturábak í útgjöldum. Bara aukið skatta. Á hverja? Jú, fólk sem nú þegar er í kröggum.

Þetta er það eina sem Jóhanna Sigurðardóttir kann að gera. Og hefur alltaf verið í hennar stjórnmálaferli. Þetta kom kristaltært fram eftir hrunið þegar hún harðneitaði að draga saman seglin í sínu ráðuneyti, þegar öll hin ráðuneytin skáru niður flatt 10%.

Ekki sakar að hafa fyrrverandi skattsugu, Indriða, sem ráðuneytisstjóra Steingríms. Indriði, það eru hans ær og kýr að seilast sem dýpst í vasa borgaranna og hirða það sem er þeirra.

Ég vona svo innilega að Jóhanna eigi eftir að sýna mér að hún kunni líka að skera niður, og kveði mig í kútinn þar með. Því svona útspil er ekkert annað en úrræðaleysi. Ekkert annað. Hún og Steingrímur eru andspænis vandamáli sem krefst erfiðra ákvarðanna og eins og er virðast þau ekki vera fólk til að taka slíkar ákvarðanir. Þ.e. að skera niður ríkisútgjöld.

Og nú ætla ég að setja á mig Nostradamus hattinn: Það eina sem mun skila nokkru eru aukin tryggingagjöld. Skattahækkarnirnar munu missa marks enda mun fólk einfaldlega fara framhjá þessu. Það er eðli leiksins, skattar og skattsvik.


mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði ekki Alister Darling við Árna Matt í samtalinu fræga?

Sagði ekki Alister Darling einmitt eitthvað svona við Árna Matt daginn áður en Bretahelvítin réðust á okkur með hryðjuverkalögunum sínum? "Veistu, ég skil svo sem afstöðu þína. Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilega hnekki".

Þannig að ef maður á að horfa til sögunnar síðasta árið, í samskiptum við fjármálaráðherra annarra þjóða (og þeirra embættismanna) sem bankarnir störfuðu í, þá má álykta sem svo að svona harðorð bréf geta þýtt að verið sé að undirbúa innrás á öllum vígstöðvum.

Þjóðverjar segja "gífurlegum stjórnmálalegum skaða fyrir orðstír Íslands sem ábyrgum og trúverðugum samstarfsaðila" . Eigum við  að velta fyrir okkur, í sögulegu samhengi, hvað svona orð, frá fjármálaráðuneyti Þjóðverja, getur þýtt? Hmmmm?

Og Þjóðverjar hafa reynst ekkert minna ofbeldisfullir en Bretar "in recent history".... 


mbl.is Bréf Þjóðverja til Kaupþings birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband