Maður leiðir með fordæmi

Þráinn. Þetta er ekki flókið.

Þú komst á þing á þeirri forsendu (ég kaus þig þ.a.m.) að taka á ruglinu á þingi. Lýðræði, spilling, sjálftaka.

Ef þú, Þráinn, ætlar að stíga á stokk og öskra fyrir okkur almúgann á sjálftökumenn, ofurstyrkþega, spillingamenn o.s.frv. þá þýðir það lítið að vera sjálfur með óhreint mjöl í pokahorninu. 

Mundu, Þráinn, að það skiptir engu hvort þetta sé eitthvað sem þú lítur á sem verðskuldað eða hvað. Þetta eru listamannalaun, laun sem þú færð  greidd fyrir að vera listamaður (ekki þingmaður), laun sem ríkissjóður borgar. Ef þú ert þingmaður þá er það þitt starf og þú getur verið listamaður on the side. Og þá á þínum forsendum. Það skiptir akkúrat engu neitt annað. Birtingamyndin er allt, sannleikurinn er fyrstur fórnalamba í pólitík. Þú verður að vera maður til að sjá það að það lítur illa út að vera á ríkisjötunni auk þess að vera þingmaður.

Maður leiðir með fordæmi. Sun Tzu sagði: ,,A leader leads by example not by force". Mundu það. Þú getur ekki krafist þess af öðrum því sem þú sjálfur neitar. Það bara gengur engan veginn upp.

 Og mundu, ef þú getur réttlætt listamannalaun ofan á þingfarakaup, þá geta Sjálfstæðismenn sem og Samfylkingafólk réttlætt þá háu styrki sem þau þáðu. Líka styrkina frá FL og Landsbankanum. Þetta var jú allt löglegt og hægt að afsaka, strangt til tekið. Vilt þú vera strangt til tekinn? Held ekki. 


mbl.is Þráinn taki ákvörðun um heiðurslaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirstaða í aðildarviðræðum þegar komin upp á borð

Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, vill meina að við ættum að komast fljótt inn í ESB, en segir að við fáum engar undantekningar, þar á meðal í sjávarútvegsmálum.

Á ruv.is segir "Rehn ræddi við fréttamann þýska viðskiptablaðsins Handelsblatt og lýsti þar skoðunum sínum á hugsanlegri aðild Íslands. Hann útilokaði hvers kyns frávik frá aðildarskilyrðum Evrópusambandsins, einkum í ljósi kreppunnar.
...
Evrópusambandið sé mjög opið fyrir aðildarumsókn Íslands, og Ísland eigi heima í Evrópusambandinu. En landið verði að uppfylla öll skilyrði aðildar og gangast undir reglur sambandsins um sjávarútveg. Frávik komi ekki til greina. "

Þá vitum við afstöðu þessa manns. En ég held samt sem áður að við eigum að sækja um. Fyrr en það er gert vitum við ekki hvað við fáum.

Bloggfærslur 28. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband