Björn Bjarnason hafði þá rétt fyrir sér...

...þegar hann stofnaði Greiningardeild ríkislögreglustjóra?

Skrítið, því nóg var af bloggurum og álitsgjöfum, fólki sem elskar að hata Björn Bjarnason, sem fullyrti að þarna væri Björn að fara að "njósna um borgaranna" eða þaðan í verra.

En það vissu menn sem vita vildu að skipulögð glæpastarfssemi var lööööööngu komin til landsins þegar Fáfnirsmenn t.d. voru hvað mest í blöðunum, Fáfnir sem nú er orðið Hells Angels prospects. Þetta vissi Björn, þetta skildi hann, og vissi, að þetta myndi leiða til þess sem við erum að horfa á í dag. Innbrotsfaraldur á stærðargráðu sem við höfum aldrei séð áður. Og skipulagt vændi með mannsali. Viðbjóður!!!

Eigum við ekki að bölva Birni Bjarnasyni aðeins meira? Ha? Einum besta, og líklega misskildasta, ráðherra sem við höfum haft. Bæði í Menntamálaráðuneytinu og í Dómsmálaráðuneytinu (ef við undanskiljum EINA dómararáðningu, sem er dropi í hafið af því sem kallinn gerði rétt og vel). 


mbl.is Götuvændi stundað í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband