Er þetta núna s.s. orðin afsökun?

Fólk sem brýtur gegn öðrum, undir áhrifum eður ei, og ber við minnisleysi vegna neyslu, neyslu sem er staðfest með blóðrannsóknum, getur það núna fengið sýknu vegna þessa? Því það er það sem verið er að segja með þessum dómi!

Dæmi: Ég kýli einhvern í klessu niðri í bæ. Ég ber því við að viðkomandi hafi ráðist á mig. Kemur í ljós við vitnaleiðslur, blóðrannsókn og annað, að ég var blindfullur og viðkomandi var að reyna að aðstoða mig þar sem ég var að detta ítrekað. Ég ber því bara við dómi, vegna líkamsárásarkæru, að ég hafi upplifað "aðstoðina" sem árás og varið mig. Verið samkvæmur sjálfum mér og fæ til liðs við mig sálfræðinga sem segja að ölvun valdi rangtúlkunum og skynvillum, og að fólk sem hafi gert eitthvað út úr karakter (t.d. að lemja fólk, ég er friðelskandi maður), búi til nýjar minningar til að gera raunveruleikann bærilegan.

Hingað til hafa menn verið dæmdir sem hafa brotið gróflega gegn öðrum undir áhrifum vímuefna. Vímuefni hafa hingað til ekki talist til afsökunar né heldur eihverjir hugarburðir eftirá.

Þetta er magnaður dómur í raun. Þarna er Héraðdómur að segja í raun að vegna ölvunar eða dópneyslu er það bara trivial að ásaka saklausa menn um nauðgun.


mbl.is Sýknuð af ákæru fyrir rangar sakargiftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband