2.5.2008 | 10:01
Þetta kallar maður að breyta innan frá!
Ég hef lengi haft mikið dálæti á Stefáni Pálssyni og haft óskaplega gaman af því að hlusta á hann og lesa skrifin. Og já, þetta er undarlegt, því ég er harður Sjalli og frv. atvinnuhermaður. Ég er oft á tíðum sammála Stefáni enda er hann mjög duglegur að tjá sig um alls kyns mannréttindamál og réttlæti almennt.
En það sem ég dáist hvað mest af í fari hans eru heilindi hans og alger trú og staðfesta í sínum málum. Og núna ætlar hann að láta á það reyna að vinna að hugðarefni sínu, friði, innan frá í stjórnsýslunni. Bravó!!! Þetta er alger snilldarhugmynd hjá Stefáni.
Um daginn gerðist það að Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar, ákvað að taka ekki sæti í stjórn Landsvirkjunnar, vegna óánægju meðal aðila innan Landsverndar. Þetta þótti mér alveg óskaplega heimskuleg niðurstaða, því hvar er betra að koma fram áherslubreytingum í umhverfisverndarátt hjá Landsvirkjun en einmitt í bæli dýrsins, í stjórn? Þetta var svona álíka heimskulegt og þegar læknir segir að aðgerð hefði heppnast en sjúklingurinn hefði látist.
Nú ætlar Stefán að taka rétta vinkilinn á þetta og vinna að breytingum í utanríkismálum skv. hugsjónum sínum, innanfrá, þar sem hann getur svo sannarlega haft áhrif.
Og ég man enn þann dag sem ég sagði við sjálfan mig: "þetta er sko staðfastur náungi sem gefst ekki upp, glæsilegt". Það var fyrir nokkrum árum að herskip kom hér til Íslands og fréttastofa RÚV fann Stefán, einan með mótmælaskilti, niðri á höfn. Hann var þarna aleinn, að mótmæla komu skipsins, og stóð sína pligt í 2-3 tíma.
Þetta heitir að missa ekki sjónar af sínum hugsjónum eina einustu mínútu, og fara alla leið!
![]() |
Formaður SHA sækir um forstjórastarf Varnarmálastofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)