Léleg blaðamennska, bréfið segir miklu, miklu meira.

Ef maður les þessa frétt og les svo bréfið sjálft, rökstuðning Össurar (frumheimild þessarar fréttar) þá skín það í gegn að blaðamaðurinn hefur ekki unnið vinnuna sína. Eða tekur einungis véfengjanlega hlutann út úr fréttinni en skilur eftir öll þau fjöldamörgu MÆLANLEGU atriði sem rökstyðja í spað þessa ráðningu.

Mér þætti gaman að sjá Ragnheiði hrekja þessa rökfærslu Össurar.

Þessi sjalli hér (ég) stend með Össuri í þessu máli. Það er alveg á hreinu eftir að hafa lesið SJÁLFT SVARIÐ


mbl.is Segir Guðna hafa sterka framtíðarsýn fyrir Orkustofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð! Skólabörn

Ég var að aka heim frá vinum mínum í Mosfellsbæ, þegar mér varð það á að aka framhjá skóla. Þar hafði einhver sýnt þá fyrirhyggju að setja upp skilti til að vara ökumenn við. Á skiltinu stóð "Varúð! Skólabörn".

Ég gaf í, svo þessi skólabörn myndu nú ekki ná mér og slapp í gegn, ómeiddur. Og það þrátt fyrir að búið væri að setja hindranir á veginn, nokkurs konar stuttar, skarpar hæðir með þrengingum. En mikið lifandi skelfing var ég skelkaður. 


Bloggfærslur 8. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband