31.7.2007 | 16:36
Ferrari beitir öllum brögðum til að vinna, eins og vanalega
Ég hef fylgst með Formúlunni síðan 1994. Og allan þennan tíma hefur mér þótt Ferrari liðið bera illan þokka, og af einni ástæðu. Það skiptir ekki máli hvernig það er gert, sigur er allt, tilgangurinn helgar meðalið. Fyrir utan það hefur þeim leyfst að gera ýmislegt sem öðrum hefur ekki leyfst, gagnvart FIA. Það er eins og þeir séu á einhverjum sér díl.
Nú liggur það fyrir að ef McLaren fær refsingu mun það að öllum líkindum færa Ferrari heimsmeistaratitilinn á silfurfati, jafnvel næsta ár líka. Þetta vita þeir hjá Ferrari og því er hringt í vin Ferrari, Max Mosley, og hann beðinn um að sýna vinum sínum þann greiða að sjá til þess að enn eina ferðina fái Ferrari forgjöf í ákvörðunum dómara FIA.
Á sama tíma bendir ekkert til þess að þau gögn sem Mike Coughlan hafði undir höndum hafi á nokkurn hátt verið notuð við hönnun McLaren bílsins.
Ég var með smá taugar til Ferrari á þessu ári því Raikkonen fór þangað en held að þær taugar séu orðnar visnar.
Nú liggur það fyrir að ef McLaren fær refsingu mun það að öllum líkindum færa Ferrari heimsmeistaratitilinn á silfurfati, jafnvel næsta ár líka. Þetta vita þeir hjá Ferrari og því er hringt í vin Ferrari, Max Mosley, og hann beðinn um að sýna vinum sínum þann greiða að sjá til þess að enn eina ferðina fái Ferrari forgjöf í ákvörðunum dómara FIA.
Á sama tíma bendir ekkert til þess að þau gögn sem Mike Coughlan hafði undir höndum hafi á nokkurn hátt verið notuð við hönnun McLaren bílsins.
Ég var með smá taugar til Ferrari á þessu ári því Raikkonen fór þangað en held að þær taugar séu orðnar visnar.
![]() |
FIA áfrýjar njósnamálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 14.8.2007 kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)