Hvað er hneykslisfíkill?

Enn er verið að fíkilsvæða persónuleikabresti og óvinsæl áhugamál. Vefritið skrifar um um að Íslendingar séu hneykslisfíklar. Magnað helvíti þessi árátta að fíknvæða allt sem ekki fellur að pólitískri rétthugsun.

Af hraðafíkn og vandamálavæðingu þjóðfélagsbessevissera

Ég hef gaman af kappakstri. Ég keppti í krónukrossi þegar ég var ungur maður og það var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni. Þegar Iceland motopark opnar ætla ég að kaupa mér græju og fá útrás þar. En eitt geri ég ekki og það er að keyra eins og brjálæðingur á götum borgarinnar.

Nú er það svo að það eru fleiri en ég sem hafa gaman af hraðakstri, hvort sem er á bíl eða mótorhjóli. Og gefa í á götum landsins, hvort sem er innanbæjar eða utanbæjar. Ekki ætla ég að réttlæta þá sem keyra langt yfir hraðatakmörkunum en mikið afskaplega er ég orðinn leiður á þessum helvítis kór sem byrjar að spyrða fíkn við hraðakstur, svona til að gera þetta enn neikvæðara og til að gefa í skyn að þeir sem hafa gaman af hraðakstri eigi við einhver persónuleg vandamál að stríða.

Já, það er núna mjög vinsælt að tengja fíkn við allan andskotann. Meir að segja þegar menn og konur vilja gera eitthvað sem þau hafa gaman af, þá er farið að tala um fíkn. Má þá ekki segja sem svo að Michael Schumacher sé forfallinn fíkill? Valentino Rossi líka? Strákarnir í Top Gear einnig? Hvað með alla sem horfa á Formúlu 1?

Um daginn kom Niko Rossberg hingað til lands til að keyra Williams F1 bíl í Smáralind. Ég fór með dóttur minni að horfa á, og hún hafði mjög gaman af þessu. Er ég núna voða vont foreldri því ég er að gera dóttur mína að fíkli?

Í guðanna bænum, hættið að tala um hraðafíkn. Það er ekkert til sem heitir hraðafíkn, því ef svo er þá er fallhlífastökk fíkn, þá er golf fíkn, fótbolti, tölvuleikir og hvaðeina sem fólk hefur mikla ástríðu fyrir og stundar af ákefð. Reynið frekar að mæla fyrir því að stjórnvöld auðveldi fyrir og flýti fyrir opnun og smíði Iceland motopark. Þar sem ég og fleiri, sem hofum gaman af því að keyra öflug ökutæki, getum fengið aðstöðu til að stunda akstursíþróttir af alvöru.

Bloggfærslur 26. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband