27.6.2007 | 01:46
Ég mun gera hið sama þegar að því kemur
Ég ók farartækjum í fyrsta sinn undir 10 ára aldri. Þegar ég var 14 ára smíðaði pabbi fyrir okkur systkinin vélknúinn "kassabíl" með vespumótor, gírum og alles. Þessu var þeyst! Ég var á skellinöðrum og fjórhjólum áður en ég fékk mitt fyrsta ökuskýrteini, 16 ára, á dráttarvél svo ég kæmist í sveit.
Faðir minn hefur kennt mér margt og mikið um ævina og eitt af því var að keyra. Þessi kennsla fór fram þegar ég var (í fyrsta skipti) um 14 ára (kassabíllinn) og hélt áfram, smátt og smátt, fram til ökuprófsins. Enda flaug ég í gegnum það á nokkurrar áreynslu.
Þegar mín börn komast á aldur mun ég leiðbeina þeim í gegnum akstur bifreiða og hjálpa þeim í þessu. Jafnvel fara út í co-cart með þeim, eins og faðir minn studdi mig tvö sumur í rallí-krossi.
Karl faðir þarna þarf að borga sína sekt. Vissulega. Því þetta er bannað. En samt fagna ég svona kennslu foreldra, langt frá umferð og hættum hennar.
Að formæla þessu framtaki þarna er bara tepruskapur. Aldrei má ekki neitt skemmtilegt fyrir fullorðna fólkinu :)
![]() |
11 ára drengur undir stýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |