Að taka tjakkinn á einhvern

Maður einn úr Reykjavík var á ferð á austfjörðum, rétt norðan við Bakkafjörð. Byggð er ekki mikil þarna og kauði lendir í því að sprengja dekk og hafði engann tjakk til að skipta um dekk með. En hann hafði nýverið keyrt framhjá bóndabæ og ákvað því að ganga á bæinn og biðja þar um tjakk.

Þar sem hann gengur í átt að bænum fór hann að hugleiða hvað hann ætti að gera þegar hann kæmi að bænum. "Bóndinn lánar mér örugglega tjakkinn sinn" hugsaði hann. "Bændur eiga svo mikið af tjökkum. En þeir eru svo nískir því þeir eru svo blankir, hann á eftir að neita mér um tjakkinn. Svo vill hann örugglega ekki hjálpa fólki úr Reykjavík. Hatar mölbúa eins og mig. Örugglega. Svo heldur hann að ég kunni ekkert á tjakkinn, enda borgarbarn. Já, þoli ekki bændur, þeir vilja ekki lána neinum neitt. Svo eru þetta allt saman Framsóknarmenn."

Og svona heldur karl áfram að fantasera um bændastéttina og tjakka bænda og er orðinn ansi reiður þegar hann kemur að bænum loksins, búinn að komast að þeirri niðurstöðu bóndinn, í illsku sinni, muni ekki lána manninum tjakkinn sinn.

Karl bankar á hurðina á bænum, og þegar hurðin opnast, steytir maðurinn hnefanum framan í bóndann og segir hárri, reiðri röddu: "Þú getur bara tekið þennan tjakk þinn og troðið honum upp í rassgatið á þér!!!!".

Þetta heitri að taka tjakkinn á einhvern. Að fabúlera um aðstæður einhvers og skoðanir án þess að hafa nokkra einustu hugmynd um staðreyndir, og mynda sér skoðun byggða á þeim fabúleringum. 


Grasekkill - dagur 13, lokadagur

Jibbí, Elsa kemur heim í dag. Búin að vera í Hollandi núna í nærri því tvær vikur. Við erum öll fegin því, við börnin, því lífið hið daglega líf án Elsu er eins og matur á salts, bragðlaust.

En það er með ólíkindum hvað talan 13 er stór í lífi okkar þessa dagana. Við fluttum í Æsuborgir 13 föstudaginn þann 13. apríl, í hús með stiga sem í eru 13 þrep.

13 er happatalan okkar. En nóg um það. Á eftir brunum við börnin til Kef og náum í mömmu. Það verður sko gaman þá. 


Bloggfærslur 27. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband