25.4.2007 | 17:14
Ætli ljósmyndarinn sé núna í hálskraga, með gifs og hækjur?
Ekki ætla ég nú að afsaka orð Hugh, ef rétt er haft eftir honum, en eftir að hafa séð upptökur af framgangi þessara "ljósmyndara" sem papparazzi geta kannski kallað sig, vorkenni ég honum ekki neitt fyrir baunaganginn.
En hvernig ætli þessi pappi verði í dómssal? Með hálskraga, gifs upp að öxl á báðum og á hækjum? Með lögfreyju sem segir "Your honor, he even has nightmares now of beans coming to get him".
Þetta er annars ótvírætt frétt vikunnar. Up there með fréttinni um að Viktoría Beckham sé í raun kvennkyns hundur.
![]() |
Hugh Grant óskaði börnum ljósmyndara dauða úr krabbameini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2007 | 17:03
Grasekkill - dagur 11
Í gær ákvað ég að gera eitthvað sniðugt og fékk kast heima. Tók bókahilluna, tvær kommóður og aðra-mublu-sem-ég-man-ekki-hvað-heitir fram. Nú þarf ég bara að fara að raða í þetta úr kössunum sem eru í gestaherberginu.
Dagurinn byrjaði snemma í morgun, eða í það minnsta fyrr en vanalega, með ræs kl. 7. Börnin voru nokkuð dugleg að vakna, sérstaklega eftir að ég ákvað að beita nýrri tækni á Þengil. Bara bera drenginn fram í sófa í stað þess að vera með einhverja biðlund.
Síðan klæddum við okkur og fengum okkur morgunmat. Og eftir það haldið í leikskólann. Þar beið dagskrá. Bríet átti að vera í leikriti og Þengill átti að syngja fyrir okkur foreldrana ásamt hinum börnunum á deildinni hans. Mamma var þarna líka til að fylgjast með. Nema hvað, Bríet kom og flutti leikritið "Karíus og Baktus" eftir Thorbjörn Egner í styttri útgáfunni sem og með nýjum vinkli því Bríet var ein af prinsessunum þrem. Hollywoold hefði ekki getar endurskrifað handritið betur og Bríet fékk Óskarinn med det samme.
Þengill var aftur á móti ekki alveg eins sprækur og systir hans og engin Grammy verðlaun á leiðinni til hans fyrir framistöðuna. Hópurinn kom fram og raðaði sér upp. Svo sá þessi elska mig og ömmu sína og strax byrjaði að myndast skeifa, skeifa eins og hann einn getur sett upp. Og hún hélst allann tímann. Eitthvað hefur hann ekki verið sáttur við þetta að komast ekki í skeggið hans pabba síns.
Já, ég er orðinn fúlskeggjaður skallapoppari. Skeggið er orðið 23ja daga gamalt og ég er farinn að venjast því. Kannski maður haldi því bara í allt sumar. Sjáum til.
Ég er að spá í að fara að kíkja á þetta á eftir með Bríeti og Þengil með mér. Sjáum þó til hvort tími gefist í svoleiðis.