21.4.2007 | 10:43
Undantekningin sem sannar regluna
Þorfinnur var að renna í hlað hjá mér á hjólinu sínu. Í helli rigningu. Já, það er farið að rigna og það ansi hressilega. Ég var búinn að fullyrða það að veðrið yrði gott en svo virðist sem að einhver þarna uppi ráði meiru um það en ég og mitt afmæli.
Þannig að ferð í Húsdýra og fjölskyldugarðinn er í uppnámi. Ég bara hef engann áhuga á því að fara ef veðrið verður svona.
Við ætlum að sjá til hvað setur. Ef að styttir upp þá förum við, annars ekki.
21.4.2007 | 09:43
Til hamingju með afmælið ég.
Ég á afmæl'í dag,
ég á afmæl'í dag.
Ég á afmæli sjálfuuuuuuuur.
Ég á afmæl'í dag.
Til hamingju með afmælið, ég.
Ó takk fyrir ég.
Hvað er ég gamall/ungur í dag?
Ég er 36 ára.
Svo mörg voru þau orð.
Þengill svaf til 9:30 og við Bríet til 8:30. Æði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)