Hvernig er hægt að halda þessu fram og taka sig alvarlega á sama tíma?

Þessi frétt er stórkostlega mikið skipsbrot í talnaúrvinnslu.

Teknar eru tekjurtölur Íslendinga skv. skattframtali, summað upp eftir kyni og dregnar ályktanir um laun út frá þeirri tölfræði. Sér enginn neitt athugarvert við þetta? I shall demonstrate hvernig þetta er bara kjaftæði.

Ég er með 100 kr. á klst. í LAUN. Kona mín einnig.

Ég vinn eina (1) klst. á mánuði, kona mín tvo (2).

Hún fær í mánaðartekjur 200 kr., ég 100.

Hún er s.s. með 100% hærri tekjur en ég þó við séum á sömu launum. En það er ekki hægt að taka afstöðu um laun okkar út frá tekjutölunum.

Sviðstjóri Jafnréttisstofu virðist gera þetta samt skv. þessari frétt. Og þessi vinna er unnin undir nýskipuðum framkvæmtastjóra Jafnréttisstofu, Kristínu Ástgeirsdóttur.

Svona rugl gerir ekkert annað en að gjaldfella aðra umræðu um launajafnrétti kynjanna og önnur jafnréttisbaráttumál. Þar að auki hefur verið bent á hversu kolrangt er að vinna þetta svona og tala svo um launamun út frá þeim niðurstöðum. En slík gagnrýni virðist ekki vera marktæk hjá hinnu háverðugu Jafnréttisstofu.


mbl.is Launajafnrétti árið 2072?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband