Færsluflokkur: Bloggar

Fann reiðhjól Trek 800 (týnt / stolið)

Trek 800 stolið fundið týnt reiðhjólTýndi einhver reiðhjóli, eða kannski það sem líklegra er, var reiðhjóli stolið frá einhverjum?

Grátt Trek 800 hjól fannst í Grafarvogi, Borgarhverfi. Sjá mynd.

Ef þið kannist við hjólið, endilega hafið samband við mig.

Sendið mér tölvupóst: sigurjons (hjá) gmail.com með símanúmeri og ég hef samband.


Skitið upp á bak án atrennu

Ég á ekki orð til að lýsa vanþóknun minni á þessu klúðri. Fyrir það fyrsta, að löggan skuli ekki getað komið í veg fyrir aðkomu forvitinna borgara, t.d. með aðstoð björgunarsveita, girða svæðið af. Reka björninn í ákveðna átt með þyrlu. Það eru til ótal leiðir. Nýta þannig tímann til að leita af sér allan grun hvort að lyf/byssa séu til til að svæfa hann og koma í burtu.

En nei. Fólki er hleypt inn á svæðið, tekinn lítill tími í að leita að leiðum til úrlausna.

Það kemur í ljós þegar á reynir, hef ég margoft sagt, úr hverju menn eru gerðir. Það er því nokkuð ljóst hvaða meðferð jaðartilvik náttúrulífsins fá fyrir norðan. Skitið upp á bak án atrennu. Og í beinni.

Ég er svo fúll yfir þessum endalokum að ég á bara ekki orð. Lýsi frati á þá sem stýrðu þessu.

Og umhverfisráðherra, var það ekki hún sem tók endanlegu ákvörðunina? Hver stýrði þessu klúðri eiginlega? Löggan? Magnaður andskoti.

mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bríet á afmæli í dag, 6 ára hún dóttla mín

[Þessi færlsa átti að birtast í gær, 2. júní, en gerði það ekki.] 

Hún Bríet mín á afmæli í dag. Sex ár eru liðin síðan hún leit ljós þessa heims fyrst augum og gæddi okkur foreldra hennar nýju ljósi. Nú er hún að klára leikskólann og byrjar í grunnskóla í haust.

Ja, hvað tíminn flýgur...

 En hvað um það, innilega til hamingju með daginn, elsku Bríet mín.


Köflótt nótt hjá okkur feðgum

Þengill í svart/hvítuVið Þengill áttum nokkuð köflótta nótt núna nóttina sl. Þengill sofnaði í bílnum hjá mömmu sinni í gærkvöldi fyrir kl. 7 og ég hélt á honum í rúmið sitt. Svo vaknaði kútur rétt eftir miðnætti en var ósköp rólegur, engin læti heldur heyrði ég rétt svo þruskið í herberinu hans, bak við luktar dyr.

Ég gaf honum vatn að drekka, lagði hann aftur í rúmið, náði í sængina mína og lagðist hjá honum. Hann var mjög duglegur að reyna að sofna en ekki var svefninn að flýta sér hjá honum. Það endaði þó á því að við sofnuðum báðir, hann í rúminu sínu, ég á gólfinu með sæng sem yfirbreiðu og dýnu.

Ég vaknaði svo aftur kl. 5 og skrölti skakkur og skældur í rúmið okkar Elsu. Gólf er ekki gott til að sofa á.


Drengurinn heitir Logi Sigurjónsson

Yngsti sonur okkar Elsu, nú mánaðargamall, var skýrður 24. apríl og var honum gefið nafnið Logi. Þetta var erfitt ferli, að finna gott, sterkt og fallegt nafn á drenginn en eftir miklar vangaveltur og mörgþúsund gráðu viðsnúninga og fjölda ítranna og endurskoðunnar var Logi nafnið sem okkur þótti bera af.

Við fórum síðan í sumarbústað fjölskyldunnar á Laugarvatni og áttum þar náðuga helgi í ágætis veðri.


Bríet kemur að vörmu spori

Heyrt heima í morgun
Elsa: "Bríet, ertu að fara fram"?
Bríet: "Já, en ég kem að vörmu spori".
- smá stund líður
Ég: "Bríet, ætlar þú ekki að fara aftur til mömmu"?
Bríet: "Nei, ég ætla að vera hér".
Ég: "En þú sagðir að þú ætlaðir að fara aftur til hennar að vörmu spori".
Bríet: "Ég veit, en ég veit ekki hvað það þýðir".

Við Elsa hlóum dátt en földum það vel. Síðan útskýði ég hvað það þýðir að koma aftur að vörmu spori fyrir fimm ára dóttur minni.

Hómer Simpson um lygar

Ég álpaðist til að horfa á The Simpsons í kvöld með dóttur minni, 5 ára. Ég hló dátt að þættinum og hún líka, þó að við höfum sennilega ekki verið að hlæja að sömu hlutunum.
En allavega sitja eftir tvær tilvitnanir í Hómer:
"Ég er ekki að ljúga, ég er að semja skáldsögu með munninum".
"Best að njóta stundarinnar núna. Hún er stundin milli lygarinnar og skuldadaganna".

Fífa er dáin

FifaSorgartíðindi voru að berast mér í símann rétt áðan. Fífa, kötturinn okkar, er dáin. Hún lést á dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti í nótt af áverkum sem hún hlaut fyrir tveim dögum. Við vitum ekki hvað kom fyrir, sennilega hefur bíll keyrt á hana.

Börnin koma til með að sakna hennar, sem og við Elsa. Fífa var 14 ára þegar hún dó.

Update: Jarðaför Fífu fór fram í kyrrþey, og mun hún hvíla í garðinum okkar í Æsuborgum. Við Elsa kvöddum hana þarna og börnin fá tækifæri til að gera slíkt hið sama þegar þau koma úr leikskólanum. Ég á eftir að sakna Fífu.


Elsti núlifandi Íslendingurinn er látinn

Heyrði þessa setningu í morgun og áttaði mig þá á þversögninni í henni. Og skellti uppúr.

snýkjudýr kvarta þegar hýsillin vill vera laus við þau

Þetta er nátturulega ekki miklar fréttir svosum en sýnir ágætlega hvernig þessir papparazzi ljósmyndarar eru. Ganga hart að fólki og ef fólkið ýtir hraustlega frá sér þá er ekki hringt í lækni. Nei, lögfræðing.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf?

mbl.is Ljósmyndari segir Britney hafa hent í sig pela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband