Af hverju er útivistartími bundinn í lög?

Þegar ég var krakki og unglingur skildi ég aldrei af hverju útivistartími var bundinn í lög. Mamma og pabbi sögðu mér hvenær ég ætti að koma inn og það voru þau lög sem ég fór eftir. Löggan þurfti ekki að fylgjast með því, því löggan var heima.

Enn þann dag í dag skil ég ekki af hverju þetta þarf að vera í lögum. Og mig grunar að þegar það kemur að mér sem foreldri að stýra útivist barna minna muni ég ekki huga neitt að því hvað lagabókstafurinn segir heldur frekar veðri, árstíma, dagskrá næsta dags og öðrum þáttum.

Hvernig er það, er fylgst með þessu í sveitum landsins? Þegar heyskapur er á fullu hjá bændum og menn keppast að nýta þurrkinn, er þá löggan að fylgjast með að ungar, hjálpsamar hendur fylgi lagabókstafnum? Og í sumarbústöðum, hvað með þá? Er löggimann að fylgjast með því að börn séu ekki að leika sér of mikið úti á björtum sumarkvöldum fram að miðnætti? Gleyma sér í að búa til ævintýraheima og góðar minningar fyrir ævikvöldið?

Nei, þessi lög um útivist barna þurfa góða stólpípu.


mbl.is Útivistartími barna breyttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andsvör virka ekki á suma

Það er með ólíkindum að lesa skrif sumra um þetta mál. Allt sem komið hefur fram í gögnum sýnir svart á hvítu að Jónína kom ekki nálægt því að hafa áhrif á framgang máls tengdardóttur sinnar. Samt er hjakkað í sama farinu hjá sumum. Það er sama hversu oft nefndarmenn neita óheilindum, því er ekki trúað. Eins og fólk reikni með því að stjórnmálamenn ljúgi by default.

Það er bara svona, sumir vilja bein til að smjatta á, burtséð hvort beinið sé bragðlaust eða ekki. Tilgangurinn helgar meðalið.

Verði þeim að góðu. Og Kastljósið má skammast sín. Þau fóru af stað með mál sem á finnast eðlilegar skýringar og sitja núna með skítugar hendur, Helgi Seljan í brotti fylkingar. Birta þar að auki persónuupplýsingar stúlkunnar í Kastljósinu.

Mikið vona ég að skítugi þvottur þeirra verði einhverntíma til sýnis fyrir framan alþjóð. Svona svo þau fái að smakka á sínum beisku meðölum. 


mbl.is Um ríkisborgararétt og Kastljósið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorverin hafin

Jæja, nú eru hafin verk sem ég hef aldrei unnið áður sem húseigandi. Klippa runna, raka lauf og rífa arfa úr beðum. Já, vorverkin eru hafin þó sumarið sé komið. Og ég er að komast að því að fingur mínir gætu alveg verið grænir ef ég nennti.

Svo er maður að skoða lóðina og pæla í því hvernig pallurinn á eftir að liggja... Og hvar potturinn á eftir að koma... Cooooool. 


Að taka tjakkinn á einhvern

Maður einn úr Reykjavík var á ferð á austfjörðum, rétt norðan við Bakkafjörð. Byggð er ekki mikil þarna og kauði lendir í því að sprengja dekk og hafði engann tjakk til að skipta um dekk með. En hann hafði nýverið keyrt framhjá bóndabæ og ákvað því að ganga á bæinn og biðja þar um tjakk.

Þar sem hann gengur í átt að bænum fór hann að hugleiða hvað hann ætti að gera þegar hann kæmi að bænum. "Bóndinn lánar mér örugglega tjakkinn sinn" hugsaði hann. "Bændur eiga svo mikið af tjökkum. En þeir eru svo nískir því þeir eru svo blankir, hann á eftir að neita mér um tjakkinn. Svo vill hann örugglega ekki hjálpa fólki úr Reykjavík. Hatar mölbúa eins og mig. Örugglega. Svo heldur hann að ég kunni ekkert á tjakkinn, enda borgarbarn. Já, þoli ekki bændur, þeir vilja ekki lána neinum neitt. Svo eru þetta allt saman Framsóknarmenn."

Og svona heldur karl áfram að fantasera um bændastéttina og tjakka bænda og er orðinn ansi reiður þegar hann kemur að bænum loksins, búinn að komast að þeirri niðurstöðu bóndinn, í illsku sinni, muni ekki lána manninum tjakkinn sinn.

Karl bankar á hurðina á bænum, og þegar hurðin opnast, steytir maðurinn hnefanum framan í bóndann og segir hárri, reiðri röddu: "Þú getur bara tekið þennan tjakk þinn og troðið honum upp í rassgatið á þér!!!!".

Þetta heitri að taka tjakkinn á einhvern. Að fabúlera um aðstæður einhvers og skoðanir án þess að hafa nokkra einustu hugmynd um staðreyndir, og mynda sér skoðun byggða á þeim fabúleringum. 


Grasekkill - dagur 13, lokadagur

Jibbí, Elsa kemur heim í dag. Búin að vera í Hollandi núna í nærri því tvær vikur. Við erum öll fegin því, við börnin, því lífið hið daglega líf án Elsu er eins og matur á salts, bragðlaust.

En það er með ólíkindum hvað talan 13 er stór í lífi okkar þessa dagana. Við fluttum í Æsuborgir 13 föstudaginn þann 13. apríl, í hús með stiga sem í eru 13 þrep.

13 er happatalan okkar. En nóg um það. Á eftir brunum við börnin til Kef og náum í mömmu. Það verður sko gaman þá. 


Fautinn í fangelsið

Já, þessi fékk góðan dóm enda voru brotin hrikalega gróf og ítrekuð. Og fyrir svona kalla mætti fara að íhuga að setja upp gapastokk á Lækjatorg og leyfa þeim að dúsa í gapastokki frá 9-17 tvo daga í röð áður en þeir fara í steininn. Svona fauta sem og þá sem níðast á minni máttar, ræna gamlar konur, lemja fólk í hjólastólum eða níðast á börnum. Það mætti jafnvel setja gapastokkinn þar sem húsin brunnu um daginn.
mbl.is Dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum Ísland að fjármálamiðstöð

Getur maður ekki sagt að það sé nú fullsannað að fjármálageirinn hafi sannað sig sem aðal gullegg þjóðarinnar? Eigum við ekki að stíga það skref að gera þetta gullegg stærra? Gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð?

Lof sé Drottni í Upphæðum. 


mbl.is Yfir þúsund störf urðu til í fjármálastarfsemi á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grasekkill - dagur 12

Fyndi hvernig minnið leikur mann, or the lack thereof. Þar sem ég undirbjó okkur (vakna, klæða sig, borða morgunmat, fara í útifötin) til að fara í leikskólann í gær til að setja upp leikrit og syngja, var ég með í lúppu í hausnum á mér "muna eftir video vélinni, muna eftir video vélinni" því ég ætlaði að taka þetta upp fyrir Elsu. Hverju gleymdi ég heima? Video vélinni. Að sjálfsögðu. Blush

Góðar fréttir komu núna áðan. Spúsa mín hringdi og ætlar að koma til landsins á morgun kl 15 í stað kl 21. Ástæðan? Jú, starfsmenn SAS eru í (ólöglegu?) verkfalli og það mun verða einnig á morgun. Sem myndi þýða að Elsa yrði föst einhvers staðar á leiðinni heim og kæmist ekki fyrr en á (kannski) laugardaginn. En mín sá fyrir þessu og hefur massað til einhverja nýja flugleið heim til að komast í faðm fjölskyldunnar. Mikið afskaplega var gott að fá þessa hringingu.

Þannig að við Bríet og Þengill förum á morgun og náum í mömmu. Ég veit um tvær litlar manneskjur og tvær fullorðnar sem verða himinlifandi þá.


Dýrð sé Guði í upphæðum

Já, sem hluthafi og starfsmaður Kaupþings þá finnst mér þessar fréttir stórkostlegar. Og Exista er með 57 milljarða í hagnað á sama tíma.

Dýrð sé Guði í Upphæðum.


mbl.is Hagnaður Kaupþings 20,3 milljarðar fyrstu 3 mánuði ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli ljósmyndarinn sé núna í hálskraga, með gifs og hækjur?

Ekki ætla ég nú að afsaka orð Hugh, ef rétt er haft eftir honum, en eftir að hafa séð upptökur af framgangi þessara "ljósmyndara" sem papparazzi geta kannski kallað sig, vorkenni ég honum ekki neitt fyrir baunaganginn.

En hvernig ætli þessi pappi verði í dómssal? Með hálskraga, gifs upp að öxl á báðum og á hækjum? Með lögfreyju sem segir "Your honor, he even has nightmares now of beans coming to get him". 

Þetta er annars ótvírætt frétt vikunnar. Up there með fréttinni um að Viktoría Beckham sé í raun kvennkyns hundur. 


mbl.is Hugh Grant óskaði börnum ljósmyndara dauða úr krabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband