15.6.2011 | 00:03
Málaliðar? Ginna? Fallbyssufóður?
Ég get skilið að Árna Þór þyki þetta ekki skemmtileg tíðindi, enda er hann svo mikill friðarins maður og æðislegur sem slíkur, en svona ummæli um "málaliða", "fallbyssufóður" og "ginningar" þykir mér fáránleg svo vægt sé að orði komist.
Segjum sem svo að VG haldi kynningarfund fyrir nýliðun í ungliðastarfinu og bjóði þar upp á kleinur og kaffi. Ætti ég þá, í fréttaviðtali og sem þingmaður að segja að þarna sé VG að ginna ungt fólk til "lopapeysukommahátta" með loforðum um ókeypis kleinur og sé að leita að "atvinnumótmælendum"?
Þó ég sé ekki sammála VG í flestum málum þá færi ég aldrei að haga máli mínu svona, með frasafilleríi, rugli og gildishlöðnum orðum með fyrirlitningu.
Ég var sjálfur í Frönsku Útlendingaherdeildinni í rúmlega fimm ár. Tók þar þátt í hraðsveitum Sameinuðu þjóðanna sem buttu enda á stríðið í Júgóslavíu og þjóðarmorðin sem þar fóru fram. Já, eitthvað sem Árna Þór finnst eflaust slæmt afrek!
Já, þarna fór álit mitt á Árna Þór fyrir lítið. Hann hefur megna fyrirlitningu á mér og því sem ég hef gert. Telur mig málaliða og fallbyssufóður. Veit hann hvað málaliði er? Sýnist ekki...
Já, þegar borgarastríð fara af stað, stríðsbumbur barnar af siðblindum og morðóðum leiðtogum, þjóðarmorð og stríðsglæpir fara í gang (nokkuð sem gerist því miður reglulega: Júgóslavía, Rwanda, Súdan, Líbía), þá er gott að hafa svona réttsýna menn eins og Árna Þór. Hann getur eflaust farið af stað og stöðvað illvirki og þjóðarmorð með blómum og fallegum orðum einum saman.
Ég legg því til að þessi öflugi friðarins maður fari niður í Líbíu og stöðvi stríðið þar. Hann hefur eflaust lausnina á því hvernig á að stöðva borgarstríð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, með diplómatískum leiðum. Nokkru sem helstu leiðtogum heims hefur margoft mistekist þrátt fyrir að vera t.d. forsetar stórríkja á borð við Bandaríkin, Þýskaland, Bretland og Frakkland. Nei, formaður utanríkisnefndar frá Íslandi er með lausnina. Hann veit best og getur því talað svona um þá sem fara og raunverulega stöðva slík grimmdarverk þegar allar aðrar umleitanir þrýtur.
Óviðeigandi að leita að fallbyssufóðri hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2011 | 16:26
Um ógildingu kosninganna í heild vegna galla
Mig langar bara til að nefna nokkuð sem ég var einungis að taka eftir í dag við lestur frumheimilda, þ.e. lög landsins og ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningar til stjórnlagaþings.
Það hefur verið sagt af mörgum, og ansi hátt jafnvel, að "Gallar á framboði eða kosningu leiða ekki til ógildingar kosninga, nema ætla megi að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninganna." Þetta er að finna í lögum um kosingar til sveitastjórna, grein 94.(2)
Hvergi er slíkt að finna í lögum um kosningar til Alþingis. Samt eru lög til kosninga til Alþingis höfð sem fyrirmynd í lögum um stjórnlagaþing, s.s. vitnað í þau lög hvernig eigi að gera hlutina. Ekki lögin um sveitastjórnarkosningarnar.
Einnig er hvergi minnst á lög um sveitastjórnarkosningar í ákvörðun Hæstaréttar (1) heldur einungis vísað í lög um kosningar til Alþingis(3).
Þess vegna virðist vera sem svo að þjóðfélagsumræðan, byggð á þessari fullyrðingu um "Gallar á framboði eða kosningu leiða ekki til ógildingar kosninga, nema ætla megi að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninganna" sé byggð á röngum forsendum. Þau lög sem höfð eru að leiðarljósi í ákvörðun Hæstaréttar segja akkúrat ekkert í þessa átt. Það næsta sem lögin komast að þessu er í grein 120 um "Úrskurður Alþingis um gildi kosninga" en þar er fjallað um ógildingu á kjöri einstakra þingmanna eða lista í kjördæmum.
Hér eru frumheimildir mínar:
28.1.2011 | 17:18
Dirfist hann að nefna Hæstarétt?
Ögmundur, maður sem ég ber/bar mikla virðingu fyrir, er farinn að verða ansi mistækur. Þegar hann fer að benda fingrum bendir hann fyrst á Hæstarétt og ekki á sig sjálfan? Né Jóhönnu? Hvernig má það vera að Hæstiréttur eigi að axla ábyrgð? Þetta er bara út í hött og staðfestir að á Íslandi þarf að bera menn út með valdi til að þeir axli ábyrgð, og það jafnvel með ákærum og látum.
Nýja Ísland? Nei, Gamla góða Ísland.
Allir þurfa að axla ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2011 | 15:06
Áttu við lög og stjórnarskrá?
Kerfið flækist fyrir. Það var og.
Svona svo það sé á hreinu: Það má ekki gera það sem Björk og Jón vilja gera nema að Magma verði bættur að fullu "skaðinn". Svo segja lög landsins. Svo segir stjórnarskrá landsins. Svo segir EES samningurinn (við erum í ESB aðildarviðræðum btw). S.s. ríkið þarf að borga þetta á einn eða annan hátt. Er það kerfið sem Björk er að tala um? Það þarf að skera mun meira niður og setja á mun meiri skatta til að dekka afborganir af þessum lánum, sem eru að lágmarki 33 milljarðar. Er það kerfið sem Björk er að tala um? Skattkerfið sem endar í vösum almennings svo að hugarefni hennar verði að veruleika?
Við finnum fyrir sársaukanum sem núverandi niðurskurður og skattahækkanir valda okkur. Vill Björk meira? Eða er kerfið að þvælast fyrir henni, Jóni og Oddnýju?
Kerfið þvælist fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2011 | 11:26
Svona virkar einokunin og verðsamráðið
OR hækkaði flutningsgjöldin í fyrra um 40% og nú fylgja hinar raforkuveiturnar í kjölfarið. Þarna er ekki verið að hækka vöruverðið heldur afhendingakostnaðinn.
Ef ég vildi kaupa ódýrara rafmagn annars staðar frá þá veldur dreyfingarkostnaður OR því að ég græði ekkert á því heldur líklega tapa.
Nú eru hinar rafveiturnar að leika sama leik. Og það stórmerkilega er að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á þetta allt saman.
Það er merkilegt hvað kostnaður er breytilegur milli aðila á flutningi rafmagns. Allir að gera það sama, nota vöru frá sama framleiðanda til að flytja rafmagnið og þetta er allt svo gott sem eins.
Aftur á móti þegar kemur að vörunni sjálfri, rafmagninu, þá er hún framleidd á mismunandi vegu (fallorka/jarðhiti) og til þess notuð mismunandi skuldsett framleiðslutæki (virkjanir).
Þessa verðlagningaraðferð nota öll stóru raforkufyrirtækin. Þetta mynstur gefur frá sér sterkan fnyk af verðsamráði og einokun. En það er líklega allt í lagi því þetta er hið opinbera. Hljóð hefði þó heyrst úr horni ef olíufélögin væru að beita svona taktík.
Kannski Lára Hanna taki þetta fyrir og setji HS-orku út fyrir sviga til að fá tækifæri til að bölva Ross Beaty aftur. En nota bene: HS orka, Rarik, Orkubú Vestfjarða, OR... Öll orkubúin eru að leika þennan leik, halda fólki í heimabyggð með rafmagnskaup með því að spila svona á verðlagningu raforkuframleiðslu og dreyfingu.
Ég hef margoft nefnt þetta verðsamráð og þessa einokun og það er eins og fólki sé skítsama.
Gjaldskrá vegna raforkudreifingar hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 13:03
Aðgerðin tókst vel en sjúklingurinn dó
Aðgerðin, að stytta stúdentsnámið niður í tvö ár, tókst vel.
Sjúklingurinn dó samt, því það er augljóst af þessum fréttum að siðleysið mun eyðileggja þessa aðgerð. Nú mun menntamálaráðherra stöðva þetta verkefni út af þessu lánamáli skólans og arðgreiðslum. Að hagnast á menntastarfssemi er mikið eitur í beinum sósíalista, að hagnast á menntastarfssemi þegar hagnaðurinn er tekinn út með siðleysi og nk. þjófnaði er eitur í beinum heiðarlegs fólks.
Við skulum samt muna eitt: Menntamálaráðuneytið, undir forystu Þorgerðar Katrínar, reyndi að stytta stúdentsnámið um eitt ár, og það mistókst. Einkaskóla tókst það frá á fyrsta starfsári.
Merkilegt....
Lánastarfsemin heyrir sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2010 | 22:59
Hefði ekki verið meira sannfærandi...
Ræddu frið í Ísrael í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2010 | 10:15
Árangur í PISA vs kosnaður ekki góður
PISA kannanir eru gerðar öðru hvoru til að meta námsárangur í OECD löndum. Síðast (2007) vorum við fyrir neðan meðaltal, eða í 27. sæti af 57. Við erum næst slökust af Norðulöndum. Samt erum við að eyða gífurlegum fjárupphæðum í nám.
Það er eitthvað rotið í Danaveldi
Útjöld Íslands til skólamála hæst innan OECD | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2010 | 01:05
Flott ráðstöfun
Helgi Þór Ingason er maður hokinn reynslu í orkugeiranum, í stjórnun og í innleiðingu gæðaferla.
Þetta er frábær ráðning hjá Besta þarna. Frábær.
Sýti ég það þó að þar fór kennarinn minn í Gæðastjórnun :)
Það sem ég óttast þó núna eru að hælbítarnir og neikvænisnaggararnir fari á stjá og rægi þennan mann algerlega út í eitt að ósekju.
Helgi Þór forstjóri OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2010 | 15:46
"Kynbundið" ofbeldi gegn körlum, 30% karla verða fyrir ofbeldi af hálfu maka síns.
Úr fréttinni:
Gildandi aðgerðaáætlun var samþykkt árið 2006 og hefur meginþungi hennar falist í viðamiklum rannsóknum á eðli og umfangi ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.
Lengi hefur mér þótt ofbeldisumræðan vera kynbundin, s.s. konur að tala um hvað karlmenn eru vondir. Kallað kynbundið ofbeldi.
Nú var að koma fram rannsókn fyrir tveim árum sem sýnir fram á að karlar eru líka fórnarlömb heimafyrir, allt að 30%. Sem er í raun í takt við það sem aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á. Konur eru ekkert einar í því að verða fyrir ofbeldi heima fyrir.
Heimild: Um þetta má lesa á mbl.is.
---------------------------------------------------------------
Karlar fórnarlömb heimilisofbeldis
Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var í Bandaríkjunum eru það ekki einungis konur sem eru fórnarlömb heimilisofbeldis, heldur verða karlar einnig fyrir því. Tæplega 30% þeirra karla sem þátt tóku í könnuninni höfðu sætt ofbeldi af hálfu maka sinna.
Frá þessu greinir vefurinn LiveScience.com. Í könnuninni var heimilisofbeldi skilgreint sem löðrungar, barsmíðar, spark, þvingun til kynlífs og ennfremur misþyrmingar sem ekki eru líkamlegar, eins og til dæmis hótanir, sífelldar niðrandi athugasemdir og stjórnsemi.
Heimilisofbeldi gagnvart körlum hefur ekki verið rannsakað nóg og oft er það dulið - alveg eins og það var gagnvart konum fyrir tíu árum, segir höfundur rannsóknarinnar, sem gerð var í Seattle. Markmið okkar er að karlar sem sæta misþyrmingum viti að þeir eru ekki einir á báti.
Fyrri rannsóknir hafa bent til þess sama og nýja könnunin, og ennfremur sýnt fram á að karlar eru tregir til að svara fyrir sig og ófúsir að tilkynna um misþyrmingar. Þó eru yngri menn mun líklegri en þeir sem eru 55 ára og eldri til að tilkynna um heimilisofbeldi.
Höfundur rannsóknarinnar, Robert J. Reid, segir niðurstöðurnar hrekja fimm viðteknar hugmyndir.
Í fyrsta lagi að fáir karlmenn sæti heimilisofbeldi; í öðru lagi að misþyrmingar á körlum hafi engar afleiðingar; í þriðja lagi að karlar sem sæti misþyrmingum á heimili sínu flytji á brott vegna þess að þeim sé það frjálst (þvert á móti búi karlmenn árum saman með maka sem misþyrmi þeim); í fjórða lagi að heimilisofbeldi viðgangis eingöngu hjá fátæku fólki og í fimmta lagi að ef ekkert sé gert í málinu hverfi vandinn af sjálfu sér.
---------------------------------------------------------------
Mér hefur leiðst óskaplega í gegnum tíðina hve stöðluð umræðan um ofbeldi hefur stundum verið, um að karlmenn, og aðeins karlmenn, séu ofbeldisfullir. Þetta skapar staðalímynd sem hefur svo áhrif á áhrifavalda jafnréttisbaráttunnar.
Þannig að ég hvet konur sem karla, sem hafa áhuga á jafnréttisbaráttu, að halda því til haga, að heimilisofbeldi almennt er ekki kynbundið.
Heimildir:
Karlar fórnarlömb heimilisofbeldis
Men Suffer Domestic Violence, Too
REFERENCES EXAMINING ASSAULTS BY WOMEN ON THEIR SPOUSES OR MALE PARTNERS:
AN ANNOTATED BIBLIOGRAPHY (Þessa heimild er hægt að elta með hjálp Google og lesa frumgögn rannsókna)
Nefnd um áætlun gegn kynbundnu ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)