25.9.2008 | 17:29
Báknið tútnar nema þar sem þarf
Við skulum hafa eitt alveg á hreinu. Að vernda borgaranna er ein frumskilda hins opinbera. Lúxusverkefni og gæluverkefni ráðherra og embættismanna eru það ekki.
Því orkar það mjög undarlega að á meðan að báknið tútnar og tútnar út, með stóraukinni fjölgun opinberra starfsmanna, þá situr á hakanum að veita fé í eitt af því sem er grunnskilda ríkisins. Löggæsla.
Má vel vera að Björn þurfi að sníða stakk eftir vexti, og fái ekki meiri peninga og þurfi því að veita lögregluembættunum svona mikið aðhald. En það er þá verkefni sem Björn þarf að leysa. Hann hefur reyndar fengið mun meira fé til Landhelgisgæslunnar en var. En lengi má gott bestna (eins og maður segir á góðri íslensku).
![]() |
Mulið undir Ríkislögreglustjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2008 | 11:14
Nú fara Frakkar að skjálfa enda með USAóþol af háu stigi
Þetta eru frábærar fréttir. Þessi stórfenglegi afburðarmaður ætlar að keppa í Tour de France aftur! Það verður frábært að fylgjast með þessu.
Ég bjó í Frakklandi í 5 ½ ár og veit vel að Frakkar hafa ótrúlega seigt óþol gagnvart Bandaríkjamönnum, burtséð frá þeirri staðreynd að það er USA að þakka að Frakkar fengu frelsi sitt aftur undan Þjóðverjum fyrir tilstilli Bandaríkjamanna.
Óþolið er slíkt að þegar Lance Armstrong vann síðasta Tour de France keppnina, og hafði tilkynnt endalok þeirrar þátttöku, þá kom íþróttatímaritið L'Equipe fram með hæpnar fullyrðingar um að Armstrong hefði "víst" stundað svokallað "dopage" eða lyfjanotkun, vegna þess að í einu eftirlitstékki hefðu fundist leyfar af lyfi. En ósmekklegheit L'Equipe voru þau að þetta lyf er notað í krabbameinsmeðferð, s.s. þeir fundu lyf eftir krabbamein Armstrongs og matreyddu fréttina sem að Lance Armstrong hefði haft rangt við.
Þegar L'Equipe gekk á Lance Armstrong um þetta þá að sjálfsögðu neitaði hann alfarið að hafa haft rangt við. En bætti við að fyrst þeir væru svona mikil dusilmenni, þá væri kannski lag hjá honum að hætta við að hætta. Og vinna eina keppni enn, bara svona til að segja "fuck you" við Frakka.
Nú ætlar hann s.s. að koma aftur, og það er ekkert sem kemur frá þessum manni sem ekki er 100%. Spái því því hér og nú að sigurvegari Tour de France 2009 muni verða bandarískur afreksmaður ;).
![]() |
Armstrong aftur á fák sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 15:50
Þegar stjórnmálamenn beita fyrir sig hagsmunasamtökum
Þetta er merkileg frétt. Þarna er BSRB að vara við frumvarpi. Látum liggja milli hluta að fjalla um frumvarpið sjálft. Skoðum aðeins hvað liggur að baki þessari tilkynningu frá BSRB.
Það fer ekki milli mála að þeir á þingi sem hæst andmæla þessu frumvarpi eru Vinstri Grænir. Fer þar þingflokksformaður þeirra, Ögmundur Jónasson, fremst í flokki. Hann hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að þetta frumvarp heilbrigðisráðherra sé slæmt.
Kemur svo fram tilkynning frá BSRB um þetta. Þarna er BSRB að blanda sér beint í landspólitíkina. En hver er formaður BSRB? Það er sjálfur Ögmundur Jónasson.
Reyndar er nafn Helgu Jónsdóttr, framkvæmdarstjóra BSRB, sett í fót skjalsins (pdf) en það breytir ekki því að fingraför Ögmundar eru út um allt á þessu skjali.
Þó ég beri mikla virðingu fyrir Ögmundi Jónssyni þá finnst mér alltaf hundleiðinlegt þegar hann beitir BSRB, þar sem hann er búinn að vera formaður núna í mörg, mörg ár, fyrir sig í landspólitíkinni.
Skrítið þó, eða kannski ekki, að blaðamenn moggans reyna ekkert að fjalla um þennan flöt málsins. Myndu þeir kannski frekar gera það ef (fræðilegt dæmi) Ásta Möller, sem fyrir stuttu síðan átti hjúkrunarþjónustufyrirtæki, myndi beita sér fyrir því að greiða götur þessa frumvarps? Myndi heyrast hljóð úr horni þá? Held nú betur!
![]() |
Varar við afgreiðslu frumvarps um sjúkratryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2008 | 14:07
Klám!!!
"Næstu skref Vesturveldanna í Georgíudeilunni gætu skýrst eftir för Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, til Georgíu og Úkraínu í vikunni. Bæði ríkin hafa sóst eftir inngöngu í Atlantshafsbandalagið, NATO, og er förinni öðrum þræði ætlað að stappa stálinu í Georgíumenn."
Dick að stappa stálinu í Georgíumenn? Er þetta ekki einum of mikið klám?
Ef við þýðum á ensku: "Dick stuffs the steel into Georgia" ? "Stuffing Georgia with Dick Steel" ?
Ég vill ekki sjá "Stappa stálinu" notað svona aftur án þess að verið sé að meina kynlíf. Þetta er alveg þarna uppi með að "hlaupa í skarðið"; kynlíf með atrennu.
![]() |
Stappar stálinu í Georgíumenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)