24.7.2009 | 00:22
Löggæsla er ein af grunnskildunum. BíBí, komdu aftur.
Mér finnst þessi tíðindi um hörmungarástandið í lögreglunni ekkert koma á óvart. Þetta er búið að vera svona í töluverðan tíma. MAÐUR SÉR EKKI LÖGREGLUNA LENGUR!!!!!
Einn kunningi minn fór á ökutæki sínu um daginn og sagði mér að hann hefði brotið fullt fullt fullt af umferðareglum. Hann var hvað mest hissa á því að hafa aldrei nokkurn tíma mætt lögreglunni í þessum atgangi sínum. Hann hefur áhyggjur af þessu, algerum ósýnileika lögreglunnar því hann veit vel að lögrelgan er að sinna fullt af þörfum verkefnum öðrum en að eltast við ökufanta sem sig.
Það er GRUNNSKILDA hins opinbera í öllum heiminum að gæta velferðar borgaranna. Grunnskilda! Löggæsla, dómstólar, Alþingi og heilbrigðismál eru hornsteinninn í þessu. Ekki ESB umsókn, ekki helmingsaukning í listamannalaunum, ekki fleiri háskólar, ekki LÍN, ekki listamannasnobbsýningar á Ítalíu (heitir það ekki Feneyingurinn?), alls ekki tónlistar- og ráðstefnuhús við höfnina, ekki aukin aðstoð við hælisleitendur, og margt margt fleira. Það eru lúxusvandamál, ekki grunnvandamál.
Ef eitthvað er þá á að láta niðurskurð til lögreglunnar ganga til baka og bæta jafnvel við jafn miklu og átti að spara. Því vitið hvað?
Jú, í kreppu er það jafn víst að glæpir snaraukast og að nótt fylgir degi. Þetta er bara nærri því eðlisfræðileg staðreynd. Einnig fylgja aukin félagsleg vandamál sem lögreglan þarf að glíma við (heimilisofbeldi, óregla fólks etc).
Að skera niður hjá lögreglunni er jafn hálfvitaleg aðgerð og að skera niður grimmt í heilbrigðisgeiranum í miðri plágu. Þetta heitir á góðri íslensku að skíta upp á bak í beinni, að skera niður hjá lögreglunni.
Það liggur við að maður óski eftir því að Björn Bjarnason komi aftur í ríkisstjórn sem dómsmálaráðherra. Svona rugl og vitleysa hefði aldrei gerst á hans vakt, hvað svosem fólk hefur á móti honum út af öðrum málum. Því eitt er og verður alltaf kristaltært. BíBí hlúði vel að lögreglunni og gæslunni og gætti þeirra hagsmuna í hvívetna, vitandi vits að þarna væri á ferð alger grunnþjónusta við borgarana.
![]() |
Lögregla komst ekki í útköll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2009 | 08:11
Breska ríkið eignast hlut, málsókn kannski í hættu?
Ég rak augun í það í þessari frétt að Royal Bank of Scotland eignast þarna hlut í Nýja Kaupþingi. Breska ríkið er langstærsti eigandi Royal Bank of Scotland. Maður veltir fyrir sér nú hvort málsóknin gegn bresku stjórninni út af fjandsamlegri greiðslustöðvun Singer og Friedlander (sú aðgerð sem felldi Kaupþing) sé nú í hættu.
Reyndar eignast RBS hlut í Nýja Kaupþingi, Gamla Kaupþing er í málshöfðuninni, þannig að þetta eru tveir mismunandi aðilar, en hei, maður spyr sig samt.
![]() |
Í faðm erlendra bankarisa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2009 | 01:40
ah shit, þar fór það. Í bili allavega
Ef þetta er rétt þá er þetta mikill missir fyrir formúluna og akstursíþróttir almennt. Já, jafnvel íþróttir almennt. Það er ekki mikið um það að karlar og konur keppi hlið við hlið á algerum jafnréttisgrundvelli. Jafnvel skákin er kynjaskipt. Danica Patrick vill ekki fara í stórustrákadeildina á forsendum sem lengi hafa loðað við þá mýtu að konur vilji ekki komast til metorða í starfi sínu á kosnað fjölskyldunnar.
Danica Patrick er langefnilegasta konan sem komið hefur fram í langan tíma til að vera bryxluð við Formúlu 1. Akstursíþrótt þar sem, tja, bestu ökumenn heims keppa. Það er ekki flóknara en svo. En hún vill ekki fara þangað. Ég er algerlega viss um að hún myndi sóma sér vel þar og standa sig vel, hún hefur sýnt fram á það hingað til að þetta hefur ekkert verið ókeypis hjá henni. Og ekki hefur hún verið neitt hrædd við að keppa við strákana hingað til, hefur sko aldeilis látið finna fyrir sér. En nei, hún vill ekki leggja á sig fjarverur og fjarlægðir frá sínum nánustu. Skil það vel svosum. En djöfull eru þetta samt mikil vonbrigði! Var að vona að hún myndi nú velgja þeim undir uggum og verða dóttur minni fyrirmynd (kannski).
Vonandi kemur hún samt í slaginn á endanum. Það væri frábær þróun eftir allt helv. ruglið undanfarið.
![]() |
Patrick vill ekki í formúluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2009 | 12:54
Hann á ekkert skilið, þessi
Maðurinn var einn aðalmaðurinn í að gjörsamlega rústa þessu gamalgróna og (áður) stönduga fyrirtæki. Hann á ekkert, nákvæmlega ekkert, skilið. Annað en kannski námskeiðs í góðum siðum að læra að skammast sín fyrir öööööömurlegt og afdrífaríkt massaklúður. Skitið upp á bak í beinni eins maður segir.
Það væri frekar að fyrrum hluthafar Eimskips, fólkið sem á núna hlutabréf að markaðsvirði 0 kr. sem ætti að fara í mál við þennan Baldur fyrir að eyðileggja eigur þeirra.
![]() |
Eimskip sýknað af kröfu Baldurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2009 | 17:11
Haugur af rangfærslum þarna og hræðsluáróðri
Mér finnst alveg magnað að lesa þenna texta. Hefur þetta fólk lesið tillöguna? Reiknað eitthvað af þessu? Séð að það EINA, sá EINI sem missir eitthvað eru einmitt lífeyrissjóðirnir, þeir fá ekki féð inn sem annars fer í skatta. Lífeyrisgreiðslur til fólksins skerðast akkúrat ekkert. EKKERT!! En þarna er verið að gefa í skyn að slíkt gerist og er ekkert annað en glórulaus hræðsluáróður.
Lífeyrissjóðirnir eru þarna skíthræddir út af þessari snilldartillögu Sjálfstæðismanna (Tryggva) og eru að slá ryki í augu fólks með þessu.
Og hvað með það þó að lífeyrissjóðirnir fái aðeins minna fé til að fjárfesta. Það fé fer í staðinn til að greiða niður skuldir, losa okkur undan vöxtum. Eftir stendur að lífeyrissjóðirnir hafa svoddan haug af fé milli handanna að þetta skiptir akkúrat engu máli fyrir þá.
Og svo er annað sem þetta blessaða fólk, sem samdi þessa yfirlýsingu sleppir. Og það er, að þegar öldurnar lægir, eftir svona 5-8 ár, þá er hægt að hörfa aftur í það að skattar verði greiddir eftirá. Þetta er einfalt tækniútfærsluatriði, að hætta að taka við inngreislum í leiðir sem eru með fyrirfram greidda skatta og stofna aðra alveg eins, sem er með eftirá greiddum sköttum. Skítlétt og hundeinfalt. En þetta fólk passar að nefna það ekki. Veit það kannski ekki hvernig Lífeyrissjóðir eru reknir, tæknilega? Það mætti halda það.
![]() |
Vilja ekki breytingar á skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |