30.3.2008 | 00:56
Orðinn faðir í þriðja sinn: Drengur fæddist í gær!
Okkur Elsu fæddist glæsilegur drengur í gær kl. 14:05. Hann er heilsuhraustur og allt gekk vel. Þeim mæðginum líður vel og við komum heim í dag.
Þessi ungi drengur er þriðja barn okkar hjóna, fyrir eigum við Bríeti (5) og Þengil (3).
Elsa var komin nærri tvær vikur framyfir, sett dagsetning á burð drengsins, skv. sérfræðingum, var 15. mars. 2008. En áætlaðar dagsetningar eru þeim galla háðar að vera áætlaðar og því fór sem fór eins og öllum áætlunum. Eitthvað fór fram úr. Eins og t.d. sett dagsetning. Nú, fyrst náttúran vildi ekki fylgja áætlunum þá var gripið til svokallaðrar "gangsetningar". Við Elsa keyrðum á Kvennadeild Landspítalans kl. 20 að kvöldi fimmtudagsins 26. mars og hetjan mín gekk til liðs við hinar frábæru ljósmæður sem þar vinna. Ég fór heim og beið tíðinda, því gangsetningar eru líka þeim annmarka háðar að ganga ekki alveg eins og áætlanir segja til um. Klukkan 05:00 hringdi síminn og Hetjan mín kallaði mig til leiks, "we are on" sagði hún.
Nú, ég burraði á staðinn og jú, eitthvað var byrjað, hríðarnar voru hafnar. Hetjan tók þessu með stóískri ró enda sjóuð kona í þessum málum. Ég var pollrólegur líka fyrst Hetjan var róleg. Dagurinn leið, og hríðar ágerðust. Til þess að gera langa sögu stutta þá endaði þetta allt með því að í heiminn kom ungur maður. Hann var glaðvakandi, undrandi og pollrólegur þegar hann fæddist og ég neita því ekki að ég brynnti músum þegar ég sá hann koma út og vera lagðann á maga mömmu sinnar.
Ég verð að segja eins og er að þetta er núna í þriðja skipti sem barn mitt kemur í heiminn á Fæðingardeild Landspítalans og alltaf verð ég svo fullur af ánægju með þá vinnu sem þær ynna af hendi, þessar ljósmæður sem þar starfa. Þær ljósmæður sem aðstoðuðu okkur mest voru þær Anna Sigga Vernharðsdóttir og Arney Þórarinsdóttir, ljósmæðranemi. Þær voru hreint út sagt frábærar!
Við áttum fyrstu tvö börnin í Hreiðrinu en þar sem gangsetningar geta ekki farið fram þar þá fæddist yngsta barnið mitt á almennu deildinni (eða hvað sem hún er nú kölluð) og við fórum svo yfir á Hreiðrið skömmu síðar. Við tókum síðan á móti smá heimsóknum okkar nánustu ættingja og að sjálfsögðu systkinum unga drengsins. Bríet og Þengill voru himin lifandi og spennt að hitta litla bróður sinn og létu vel að honum.
Í dag fórum við svo heim með unga manninn eftir að hafa verið útskrifuð af barnalækninum og ljóðsmóður Íslands, henni Rannveigu.
Það má skoða nokkrar myndir af unga manninum á ljósmyndasíðunni minni á sigurjon.net.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.3.2008 | 21:35
Hann lýgur þessu!
Ef menn skjóta af byssu milli skipa, og ætla að hitta eitthvað annað en sjóinn, gera þeir það með riffli. Riffillskot stoppar ekki á venjulegum skotheldum vestum, það fer í gegn öðru megin og út hinum megin sem smjör sé, og skaðar að sjálfsögðu þann sem í vestinu er. Eina leiðin til að stöðva riffilskot er þegar kevlarplötum er raðað á vestið. Og mig grunar sterklega að Hr. Paul Watson hafi ekki verið í slíku því það er bæði mjög þungt og einnig mjög heftandi fyrir hreyfingar. Þekki þetta ágætilega, var í svona vestum svo mánuðum skipti við friðargæslu, bæði í frv. Júgóslavíu og svo í Mið-Afríkuríki. Vestið fullhlaðið kevlarplötum er u.þ.b. 15 kg.
Einn félagi minn í frönsku útlendingaherdeildinni féll í skotbardaga þó hann hafi verið í vesti, kúlan fór í gegn því hún lenti einmitt á stað þar sem ekkert kevlar var til að verja gegn rifflum.
Af einhverjum sökum grunar mig að Paul Watson hafi ekki verið í neinu vesti. Hafi hann verið í vesti, með kevlar plötum, og fengið kúlu í sig, þá er hann ekki bara meiddur, með brotin rif, heldur verður auðvelt fyrir hann að sanna þetta þegar í höfn kemur.
En sporin hræða og ég trúi ekki orði sem þessi maður né þessi samtök segja.
Online poker Free online poker games, tournaments, ruleshollidaycasino.com hollidaypoker.net dochollidaypoker.com
![]() |
Varð Paul Watson fyrir skoti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.7.2008 kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2008 | 11:15
Eigum við ekki að mæra Helförina líka?
Japanir voru viðbjóðslegir við þær þjóðir sem þeir hernumdu í síðari heimstyrjöldinni. Einnig komu þeir fram við fanga sína af einstökum viðbjóði. Þar af leiðandi þykir mér það alltaf orka tvímælis þegar Japanir fara í þetta hof, til minningar um japanska hermenn úr síðari heimstyrjöldinni. Það væri stigsmunur, ekki eðlis, ef Þjóðverjar væru með hof til minningar þýska hernum, þar sem minnst væri t.d. þeirra S.S. foringja sem hvað harðast fóru fram í Helförinni.
Ef einhver er í vafa um stríðsglæpi Japana, og þá skömm sem þeir bera, vil ég benda á fræðslumynd sem heitir "The rape of Nanjing" um svokallað Nanking Massacre. Þar er útlistað hvernig Japanir murkuðu lífið úr íbúum kínverskrar borgar, Nanjing, svo mánuðum skipti. Skemmtu sér við að finna nýstárlegar aðferðir til að murka úr fólki lífið á hvað kvalarfyllsta máta og stunduðu í massavís alla þá stríðsglæpi sem hvað fyrirlitnlegastir eru. Og nota bene, allt með vitund og samþykki Keisarans og hans nánustu. Sem, nota bene, fengu sakaruppgjöf við uppgjöf Japana.
The Rape of Nanjing, 1. hluti
The Rape of Nanjing, 2. hluti
Það er einnig skrifað um þetta á Wikipedia
![]() |
Framdi sjálfsvíg fyrir framan japanska þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)