Skrítinn niðurstaða

Bankinn gerði mistök og fólkið fær dóm fyrir að hagnast á mistökunum? Þetta er stórfurðuleg niðurstaða.

Ef ég kaupi t.d. bíl og vegna mistaka er ég afgreiddur með bíl sem er með blæju (viðbót) og ég hagnast þar með á því, er ég þá að brjóta lög ef ég vill halda bílnum eins og hann var afhendur mér? Þetta eru ekki mín mistök! Ég myndi þó skila bílnum en er það ólöglegt að halda eftir einhverju sem maður var afgreiddur rangt með? Var það sannað fram yfir allan vafa að þau hafi verið að brjóta einbeitt af sér þarna?

Það má geta þess að ég er sjálfur forritari í Netbanka Kaupþings, hef því smá innsýn í þetta mál. Og þekkjandi svona hugbúnaðargerð, þá er sök bankans alger. Það er bankinn sem klikkar algerlega á því að prófa hugbúnaðinn sem fer í rekstur, í þessu tilfelli, gjaldeyrisviðskipti í Netbanka Glitnis.

Þetta fólk á það sameiginlegt með Árna Þór Sigurðssyni, þingmanni VG, að það græddi óvart á viðskiptum við/með banka/sparisjóð. Ætli þau séu þá líka VG, ef þau græddu óvart? :)


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta sér kerfisvillu banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband