20.10.2011 | 14:33
Auðvitað átti Alcoa að kasta milljörðum á glæ... Auðvitað!
Í Helguvík er búið að reisa drög að álveri, sem mikil hætta er á (í boði stjórnvalda) að verði aldrei að neinu. S.s. það er hætta á að þeir milljarðar fari í súginn.
Nú er iðnaðarráðherra að beina augum almennings frá hindranastefnu stjórnvalda og að meintu áhugaleysi Alcoa. Það má því ætla af þessum orðum Katrínar, okkar annars mæta iðnaðarráðherra, að þetta sé allt Alcoa að kenna að hafa ekki fjárfest enn fleiri milljarða í verkefni sem tvísýnt var með, einmitt vegna þeirrar hættu að stjórnvöld myndu gera það sem þessir ráðherrar höfðu hótað árum saman, að stöðva þessi verkefni með öllum tiltækum ráðum.
Það var og. Allt verður pólitíkusum að vopni í að ata aur og búa til strámenn. Íslenskir pólitíkusar hafa engu gleymt af fyrri starfsháttum, það er á hreinu.
Það er þó fagnaðarefni að miðað við orð ráðherra eru önnur verkefni komin langt á leið. Orkufrek iðnaðaruppbygging til útflutnings fyrir gjaldeyristekjur og skapa störf í leiðinni. Og notað í heimabyggð. Gott er.
PS: Titillinn er orðaður með kaldhæðni.
![]() |
5 fyrirtæki vilja nýta jarðvarma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2011 | 10:18
Hvar eru kvennkyns kaupendur?
Merkilegt hvernig jafnréttisbaráttan á Íslandi er. Endalaust eru karlar gerendur, "vondi kallinn" og konur eru endalaust fórnarlömb.
Er þessi hópur ekki að berjast gegn vændi? Hvar lögðu þær þá gildrur fyrir kvennkyns kaupendur? Eða er það afstaðan að "konur kaupi ekki karlmenn"?
Mig grunar að engar gildrur hafi verið lagðar fyrir konur með auglýsingu með táningsdreng eða álíka.
Jafnréttisbaráttan á Íslandi er því miður föst í einstefnu.
![]() |
Líkir Stóru systur við ofstækissamtök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2011 | 13:26
Bann virkar verst, forvarnir best
Það er eitt sem maður sér fljótt á litið við þessa frétt: Bann við óæskilegum efnum virkar verst, forvarnir best.
Langbesti árangurinn í þessari rannsókn í að minnka neyslu þessara efna sést á áfengi og tóbaki. Minnstur árangur er í að minnka neyslu hassins.
Þó ber að geta að hassið er ólöglegt og mikið púður fer í að fylgja því banni eftir, fyrir utan refsiramman og fangelsun. Það sem langbest gengur að minnka eru efni sem eru lögleg en undir miklu eftirliti og takmörkunum í hversu auðfengið það er.
- Nærri 79% árangur fæst af forvörnum
- Nærri 24% árangur fæst af banninu
1998 | 2011 | pr.stig | munur % | |
Daglegar reykingar | 23% | 5% | 18 | 78,3% |
Áfengi sl 30 daga | 42% | 9% | 33 | 78,6% |
Prófa hass | 17% | 13% | 4 | 23,5% |
Þó ber að fagna þessum árangri í að minnka neyslu kanabisefna. En ef við berum saman hrátt árangur með forvörnum gegn löglegum efnum annars vegar og svo algeru banni hins vegar, þá sést ágætlega hvort skilar meiri árangri. Og munurinn er hrikalega mikill!
Hér eru smá skilaboð frá LEAP, Law Enforcement Against Prohibition
![]() |
Færri drekka og reykja hass |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.10.2011 | 17:41
Fann reiðhjól Trek 800 (týnt / stolið)
Týndi einhver reiðhjóli, eða kannski það sem líklegra er, var reiðhjóli stolið frá einhverjum?
Grátt Trek 800 hjól fannst í Grafarvogi, Borgarhverfi. Sjá mynd.
Ef þið kannist við hjólið, endilega hafið samband við mig.
Sendið mér tölvupóst: sigurjons (hjá) gmail.com með símanúmeri og ég hef samband.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)