28.1.2011 | 17:18
Dirfist hann að nefna Hæstarétt?
Ögmundur, maður sem ég ber/bar mikla virðingu fyrir, er farinn að verða ansi mistækur. Þegar hann fer að benda fingrum bendir hann fyrst á Hæstarétt og ekki á sig sjálfan? Né Jóhönnu? Hvernig má það vera að Hæstiréttur eigi að axla ábyrgð? Þetta er bara út í hött og staðfestir að á Íslandi þarf að bera menn út með valdi til að þeir axli ábyrgð, og það jafnvel með ákærum og látum.
Nýja Ísland? Nei, Gamla góða Ísland.
![]() |
Allir þurfa að axla ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2011 | 15:06
Áttu við lög og stjórnarskrá?
Kerfið flækist fyrir. Það var og.
Svona svo það sé á hreinu: Það má ekki gera það sem Björk og Jón vilja gera nema að Magma verði bættur að fullu "skaðinn". Svo segja lög landsins. Svo segir stjórnarskrá landsins. Svo segir EES samningurinn (við erum í ESB aðildarviðræðum btw). S.s. ríkið þarf að borga þetta á einn eða annan hátt. Er það kerfið sem Björk er að tala um? Það þarf að skera mun meira niður og setja á mun meiri skatta til að dekka afborganir af þessum lánum, sem eru að lágmarki 33 milljarðar. Er það kerfið sem Björk er að tala um? Skattkerfið sem endar í vösum almennings svo að hugarefni hennar verði að veruleika?
Við finnum fyrir sársaukanum sem núverandi niðurskurður og skattahækkanir valda okkur. Vill Björk meira? Eða er kerfið að þvælast fyrir henni, Jóni og Oddnýju?
![]() |
Kerfið þvælist fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2011 | 11:26
Svona virkar einokunin og verðsamráðið
OR hækkaði flutningsgjöldin í fyrra um 40% og nú fylgja hinar raforkuveiturnar í kjölfarið. Þarna er ekki verið að hækka vöruverðið heldur afhendingakostnaðinn.
Ef ég vildi kaupa ódýrara rafmagn annars staðar frá þá veldur dreyfingarkostnaður OR því að ég græði ekkert á því heldur líklega tapa.
Nú eru hinar rafveiturnar að leika sama leik. Og það stórmerkilega er að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á þetta allt saman.
Það er merkilegt hvað kostnaður er breytilegur milli aðila á flutningi rafmagns. Allir að gera það sama, nota vöru frá sama framleiðanda til að flytja rafmagnið og þetta er allt svo gott sem eins.
Aftur á móti þegar kemur að vörunni sjálfri, rafmagninu, þá er hún framleidd á mismunandi vegu (fallorka/jarðhiti) og til þess notuð mismunandi skuldsett framleiðslutæki (virkjanir).
Þessa verðlagningaraðferð nota öll stóru raforkufyrirtækin. Þetta mynstur gefur frá sér sterkan fnyk af verðsamráði og einokun. En það er líklega allt í lagi því þetta er hið opinbera. Hljóð hefði þó heyrst úr horni ef olíufélögin væru að beita svona taktík.
Kannski Lára Hanna taki þetta fyrir og setji HS-orku út fyrir sviga til að fá tækifæri til að bölva Ross Beaty aftur. En nota bene: HS orka, Rarik, Orkubú Vestfjarða, OR... Öll orkubúin eru að leika þennan leik, halda fólki í heimabyggð með rafmagnskaup með því að spila svona á verðlagningu raforkuframleiðslu og dreyfingu.
Ég hef margoft nefnt þetta verðsamráð og þessa einokun og það er eins og fólki sé skítsama.
![]() |
Gjaldskrá vegna raforkudreifingar hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |