Ekki gleyma Frökkum! Tvöfaldir meistarar 2000

"Spánverjar eru þar með bæði Evrópu- og heimsmeistarar en það er í annað sinn í sögunni sem það gerist. Þjóðverjar afrekuðu það árið 1974."

Rangt.

Frakkar urðu heimsmeistarar 1998 og svo Evrópumeistarar 2000 með sigri gegn Ítalíu, með marki Trezeguet í framlengingu. Þeir voru því heims- og Evrópumeistarar á sama tíma.

Aftur á móti eru Spánverjar að verða annað landsliðið sem FYRST verður Evrópumeistari og svo heimsmeistari (sem ríkjandi Evrópumeistari). Setningin væri rétt ef sú spegúlering væri í gangi. 

Annars var þessi leikur merkilega leiðinlegur. Grófur og hundleiðinlegt miðjumoð í gegn. Leikur Þýskalands og Uruguay í gær var miklu, miklu skemmtilegri. 


mbl.is Spánverjar heimsmeistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...eins og þjóðin öll

Þessi þróun á sér stað alls staðar. Ekki bara hjá BHM.

En starfsöryggið er þó meira hjá opinbera geiranum hingað til en það sem gerist í einkageiranum. En þá hlið hef ég ekki heyrt BSRB eða BHM fjalla um.


mbl.is Aukið álag en lægri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau vilja s.s. það kjósendur höfnuðu?

Þetta eru skrítin skilaboð. Kosningaþátttaka í Hafnarfirði var með eindæmum léleg. 65%. 1/6 af þeim sem mættu skiluðu auðu. Samt tapaði Samfylking fylgi og Sjallar unnu á. Lúðvík komst ekki inn. Nú á að halda áfram með vinstri bæjarstjórn og hafa Lúðvík sem bæjarstjóraefni?

Þetta er það sem fólk er að segja að fjórflokkurinn skilji ekki. Það er verið að senda skilaboð og þau eru hunsuð af valdhöfum, atvinnupólitíkusum.


mbl.is Stefnir í vinstristjórn í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísraelar samkvæmir sjálfum sér

Mannréttindi, meðalhóf, sanngirni, réttlæti eru hugtök sem hafa ekki verið að þvælast mikið fyrir gyðingaríki Ísraela. Þarna höfum við bara eina birtingamynd þeirrar mannfyrirlitningu sem þetta ríki stendur fyrir. Og komast upp með, í boði Bandaríkjanna.

Maður getur ekki annað en dáðst að þeim er fóru út í þessa vegferð að færa þurfandi Palestínumönnum á Gaza hjálpargögn. Sorglegt að þetta hafi þurft að enda svona.


mbl.is Ísraelsher staðfestir mannfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfa ótti

Það vill nú svo til að þessi ótti við hækkun við einkavæðingu er óþarfur ef:

  1. Einkavæðingin nær bara yfir lítinn hluta markaðar
  2. Einokun/fákeppni verður ekki til.

Ég get ekki séð að það sé verið að einkavæða allan markaðinn. Þetta er eitt orkufyrirtæki af nokkrum. Stórt þó, reyndar.

Einokun/fákeppni verður ekki heldur. Ef einhver er með einokun á orkumarkaði í dag þá er það ríkið/sveitarfélög. En það kvartar víst enginn yfir því.

Ef fólk á Reykjanesi sér að rafmagnið er að hækka hjá HS Orku, þá bara svissar það yfir og kaupir rafmagn af OR eða Orkuveitu Vestfjarða eða eitthvað. Það er nebblega hægt að ráða því hvaðan maður kaupir rafmagn. Þökk sé ESB.

Og heita vatnið  er ekki inni í HS Orku. Það er í HS Veitum og það er í eigu Reykjanessbæjar.

Því miður, Árni Þór, hræðsluáróðurinn stenst ekki skoðun í þetta skiptið.


mbl.is Óttast hærra orkuverð til almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

samfélagslegan ágóða?

Á það núna að vera fjárfestingastefna lífeyrissjóðanna? Samfélagslegur ágóði?  Svona eins og Byggðastofnun? Aldeilis gáfuleg fjárfestingastefna það. Hvað á þá að framfleyta okkur í ellinni? Samfélagslegur ágóði? Félagslegt réttlæti o.s.frv.?

Steingrímur er ágætur, hef lítið upp á hann að klaga, en þetta er bara út í hött samt. 


mbl.is Arðsemiskrafan endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskipti Alþingis af dómsmálum

Það er algerlega magnað að lesa svona hugmyndir frá þingmanni í meirihlutastjón. Veit hann Björn Valur ekki af því að það er alveg kristaltært í okkar stjórnkerfi að Alþingi og ráðherrar eiga EKKI að hafa nokkur afskipti af dómsmálum sem eru fyrir dómi í hvert sinn. Það er frægt orðið þegar Ólafur Ragnar Grímsson fékk Gvend Jaka til að tilkynna veikindi svo Ólafur kæmist á þing til að ausa úr skálum reiði sinnar um Hafskipsmálið. Ein stærstu réttarfarsmistök síðustu aldar. Endilega Björn Valur, farðu í þessi fótspor. Skiptir það engu hver málstaðurinn er, þingmaður á EKKI að skipta sér beint á nokkurn hátt að dómsmáli. 


mbl.is Vill að ákæra verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran að sökkva? 19. maí verður vendipunktur.

19. maí þurfa Grikkir að standa skil af afborgunum af láni. Þessi afborgun er uppá 9 milljarða Evra. (Heimild)

Ef þeir geta ekki borgað, heitir það greiðslufall. Þegar greiðslufall verður hjá ríki, heitir það að ríkið er gjaldþrota.

Ef Evruríki verður gjaldþrota sekkur Evran fljótt, hratt og í langan tíma. Þetta ættum við Íslendingar að þekkja, hvað gerist þegar enginn vill snerta gjaldmiðilinn.

Ég spái því að Evruríkin munu skera Grikkland úr snörunni og lána þeim fyrir þessum gjalddaga. Annars sökkva Evruríkin öll sem eitt með Grikklandi.

Og svo er Írland, Spánn, Portúgal og fleiri með sín vandamál, next up. 


mbl.is Skuldabréf Grikklands í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalískt réttlæti Hróa Hattar

Hvað er Lilja að segja? Á að fara endalaust í vasa þeirra sem eru með laun fyrir ofan þolmörk skattpíningar til að laga "réttlæti skuldara" ? 

Ég er skuldari eins og allir aðrir. En ég er líka í þeim hópi fólks sem VG er núna að skattpína ofan í jörðina, ofan á stökkbreytt lán og greiðslubyrgði af þeim.

Nei takk, Lilja. Þú ert ágæt en í Guðanna bænum ekki grafa mig og mína fjölskyldu sex fet niður og moka yfir, í leit að sósíalíska réttlætinu hans Hróa Hattar. Nóg er búið að stela frá mér og öðrum í minni stöðu. 

Ef ég er svo heppinn, aftur á móti, að lánadrottinn minn getur séð sér fært að lagfæra stökkbreytta lánið mitt, þá koma flokksbræður Lilju og taka tekjuskatt af mismuninum. Indriði Þorláks í broddi fylkingar. Fullt af fólki hefur farið í 110% pakka bankanna til að laga málin en eiga á hættu að vera kjöldregin fyrir það.

Réttlæti skuldara? Láttu skattgreiðendur í friði og talaðu við Indriða frekar og Steingrím J. !!!!!!!!!  Líttu þér nær, kona, og hættu að hrópa út í bláinn!


mbl.is „Skuldarar hrópa á réttlæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er þetta frétt?

Þetta er "virtasta stétt landsins" að eigin mati: Blaðamenn.

Fyrir utan það hvað það er furðulegt að stjórnarfundur fagfélags skuli vera fréttamatur þá er bara frábært að sjá fólk, sem tekur sig jafn hátíðlega, haga sér eins og krakkar á Gulu deildinni. Af því að það á að fara að velja formann fyrir "virtustu stétt landsins".

Merkilegt hvað álit mitt á Þóru hefur minnkað undanfarið. 


mbl.is Neita að skrifa undir ársreikninga BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband