Sannleikurinn gjörir yður frjálsan, ekki statistik

Úlfar Kristinsson heitinn, stærðfræðikennari minn í Versló, stigbeygði (já, stigbeygði) einu sinni fyrir okkur nafnorðið "Lygi"; Lygi, haugalygi, statistik. Sem sagt, ef þú vilt virkilega ljúga, notaðu tölfræði.

Reyndar komst ég svo að því í HR í tölvunarfræðinni þar, þegar ég lærði loks tölfræði og líkindareikninga, að þetta væri nú ekki svona einfalt. EN, og þetta er stórt en, það er hægt að skekkja "sannleikann" með því að hagræða þeim stökum sem eru í sannleiksmenginu. Nú, eða skekkja þá útreikninga sem eru til grundvallar lokaniðurstöðu. Sem er það sem þessir blessaðir vísindamenn virðast hafa gert. Auðvitað. Því af hverju lifa þeir? Jú, að rannsaka hlýnunina af mannavöldum. Það væri náttúrulega hræðilegt fyrir atvinnuöryggi þeirra ef sú hlýnun reyndist ekki eiga neina inneign í raunveruleikanum.

Já, þá er best að best að bæta við haugalygina og fara út í statistik.


mbl.is Pachauri gagnrýnir tölvuþrjóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

90% af allri tölfræði er bull!

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband