17.11.2009 | 21:33
...og hefst þá fjármagnsflóttinn.
Það er eitt á hreinu: Fjármagnsflótti hefst úr landi nú sem aldrei fyrr. Þannig er það nú bara. Þetta stendur á bls. 50 í kennslubókinni.
Heldur Steingrímur og sérlegur böðull hans, Indriði, virkilega að þeir komi þessu í gagnið án þess að fólk fari að koma fé og eignum undan eigin kennitölu og í felur? Þetta eru einhverjar þær vitlausustu hugmyndir sem hægt er að hugsa sér.
Annars eru þessar hugmyndir alveg í takt við mýtuna, sem sósíalistar eru enn að stimpla inn sem staðreynd, ekki mýtu.
Skattur á stóreignafólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Athugasemdir
Þú vilt semsé meina að spillingin sé eðlislæg þessum þjóðfélagshópi. Það megi ekki styggja stóreignafólk afþví annars pretti það og svíki sem mest það má. Þetta er einkennilegt, ekki síst af því að í raun réttu lýsir þessi skoðun megnri andúð og fyrirlitningu á þessum máttarstólpum. En hvort það hafi verið ætlun þín veit ég ekki.
Ófeigur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 02:07
Ófeigur er eins og indjánarnir sem skildu ekki hvað eignarréttur er. Fjármagnsflótti er ekki spilling. Sá sem á eitthvað er í fullum rétti með að gera það sem hann vill við það. Sósíalistinn má ekki sjá það að einhver eigi eitthvað því þá vill hann taka það af honum og ráðstafa því eftir eigin geðþótta.
Jóhann (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 02:57
Já, indíánum þótti víst bleiki maðurinn vera fölur af græðgi og starandi augnatillitið minnti þá á óseðjandi vofu.
Það er einkennilegt að fólk sem telur sig vera boðbera einhverskonar íhaldsstefnu, sem ætti að fela í sér varðstöðu um gömul og gróin gildi, skuli samtímis berjast fyrir sífellt máttugri aðferðum til að raka að sér gróða á kostnað samfélagsins. Gildin sem þeir stæra sig af á tyllidögum (fjölskyldan, þjóðerni, sjálfstæði, eignaréttur os.frv) eru þegar til kastanna kemur, þegar skyggnst er bakvið grímuna aðeins lágkúruleg, andþjóðernisleg og skefjalaus eiginhagsmunastefna.
Ófeigur (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.