Það sem ekki var talið upp: fjölga störfum

Já, það er að gerast sem ég var að vona að myndi EKKI gerast, að mýtan um vinstri menn og ríkisstjórnir fengist staðfest eina ferðina enn.

Að vinstri stjórnir geti ekki gert neitt, né kunni neitt, annað til að auka tekjur ríkisins en að hækka skatta. Sem sagt, taka stærri sneið af kökunni.

Hvað ef kakan sjálf er stækkuð? Og sneiðin er hlutfallslega jafn stór? Er það þá ekki stærri sneið? Jú. Er það þá málið að drepa á dreif verkefnum sem skapa þúsundir starfa? Uppbyggingu iðnaðar í landinu? Gera það sem Þórunn Sveinbjarnar gerði með einni ákvörðun, fresta álveri á Húsavík um tvö ár? Eða það sem Svandís Svavars reyndi að gera og er ekki útséð með, með lagningu línunnar til Helguvíkur? Nú, eða setja á himinháa orkuskatta til að fæla enn meira frá fjárfesta í orkufrekum iðnaði (já, það eru fleiri en álver í þeim hópi)? Er það málið?

En það sem gert er aftur á móti er að festa í sessi þá mýtu um orð Churchills; Að synd kapítalismans sé ójöfn skipting gæða en synd sósíalismans sé jöfn dreifing á ömurleika. Þá mýtu var ég líka að vona að yrði ekki undiralda þessarar vinstri stjórnar, að hún myndi hugsa í lausnum en ekki einhverju feel-good kjaftæði sem engu skilar öðru en að allir séu jafnir í skítnum, en því miður, þau ætla greinilega að fara þá leið. Þrepaskipting í sköttum, halda fyrirtækjum áfram í járnum svo laun geti varla hækkað, setja óbeina skatta út um allt.

Þetta er erfitt verkefni sem þau fá í gjöf frá Sjálfstæðismönnum og Framsókn/Samfylkingu, en það þarf ekki að vera svona, ef menn og konur vilja vera praktískir í stað "réttsýnir". Þú fæðir ekki né klæðir fjölskylduna með réttlætinu (sem reyndar er huglægt mat hvers og eins). 


mbl.is Eina færa leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband