21.10.2009 | 15:29
Rangt réttlætir ekki annað rangt
Sjallar klúðruðu gífurlega í aðdraganda hrunsins. Því verður ekki neitað. En gefa þau klúður VG þá rétt til að klúðra ennþá meira?
Ef Icesave reikningar komu til sögunnar á vakt Sjalla (Kjartan Gunnarsson, Davíð Oddsson, Árni Mathiesen, Björgvin Sigurðsson Samfó) og í andvaraleysi þeirra er voru við völd, gefur það þá Steingrími J. rétt til að gersamlega klúðra algerlega Icesave "samningum" með því að senda Svavar Gestsson, sinn pólitíska mentor, með ónýta "samninganefnd" að semja um þetta við hákarla? Ha?
Af því að Sjallar klúðruðu fjármálalífi landsins, og ollu hruni og atvinnuleysi í þeim geira, gefur það þá Svandísi Svavars afsökun og rétt til að vega harkalega að atvinnuuppbyggingu í landinu?
Klúður og afglöð Sjálfstæðismanna gefa ekki VG rétt á að klúðra líka og stunda afglöp af kappi.
Fordæmir ræðu Árna Johnsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.