Sú sem hvatti mótmælendur áfram gegn lögreglu?

Þegar hópur fólks ruddist inn á lögreglustöðina á Hverfisgötu stóð Álfheiður fyrir utan og hvatti fólk áfram. Þegar mótmælendur voru fyrir utan Alþingi og m.a. veittust harkalega gegn lögreglu var Álfheiður þar og sýndi þeim stuðning.

Nú á Álfheiður að verða ráðherra heilbrigðismála. Tja, þarna var mjög öflugum og heilum stjórnmálamanni skipt út fyrir lélegan seðil. Mér líst akkúrat ekkert á þetta.

En ég spái því að þetta verði stutt seta hjá henni. Þessi stjórn er feig. 


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru skelfileg skipti... Að missa okkar eina málsvara úr ríkisstjórninni sem hefði getað komið veg fyrir áratuga hörmungar fyrir íslenska þjóð. En nú er JÁ-manneskja komin í staðinn og öll gagnrýni nú úr sögunni. Við erum á beinni leið í torfkofanna aftur með þeim vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn notar.... :(

Bjarni (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 08:13

2 identicon

Gæti ekki verið meira sammála!

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 08:25

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hún fær vonandi fljótlega biðlaun

Kjartan Sigurgeirsson, 1.10.2009 kl. 08:28

4 Smámynd: corvus corax

Með Álfheiði innanborðs er ríkisstjórnin búin að vera ...hennar dagar eru taldir sem betur fer. Ætli Davíð geti losnað hjá Mogganum með stuttum fyrirvara?

corvus corax, 1.10.2009 kl. 08:36

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hún er búin að veðja á Steingrím.

Sigurður Þórðarson, 1.10.2009 kl. 08:53

6 identicon

Verst að dómsmálaráðuneytið var ekki á lausu svo hægt hefði verið að setja Álfheiði þangað :)   Eru þetta skilaboðin sem Vinstri-Grænir senda til þjóðarinnar að það sé leyfilegt að fara gegn lögum í landinu.  Tillögur ungra vg eru athyglisverðar en þar er lagt til að það verði gert leyfilegt að yfirtaka hús sem ekki hefur verið búið í síðustu 12 mánuði.  Hafa menn hugsað það til enda hversu óábyrgt er að koma með svona tillögur ?  Hverja á næst að setja sem ráðherra ?  Ég ætla ekki einu sinni að skrifa það sem mér dettur í hug, svo ofboðið er mér.  Með fullri viðringu fyrir Álfheiði þá er hún ekki rétta manneskjan í þetta starf sökum forsögu hennar (og þá eru ég fyrst og fremst að tala um síðustu 12 mánuði).

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband