30.9.2009 | 13:09
Heill maður er hann Ögmundur
Já, þessi tíðindi eru merkileg. Þarna er ráðherra að segja af sér, ekki vegna þess að hann hafi gert eitthvað af sér heldur vegna þess að hann sér fram á að ganga þvert á eigin sannfæringu í starfi eða fella stjórnina ellega. Og hann víkur þá.
Hann veit vel að enginn er ómissandi og víkur því. Mér finnst þetta stórmerkileg tíðindi og miðað við þann karakter sem Ögmundur er að sýna af sér, karakter sem ber einkenni heilinda og heiðarleika, þá er mikil eftirsjá í honum úr ríkisstjórn og ráðuneytinu.
Maður er hálf orðlaus af hrifningu, samt pínu sorgmæddur. I feel conflicted over this. :S
Svo mælir gallharður Sjalli. Nú þarf Jóhanna bara að finna einhvern lægsta samnefnara úr Samfó eða VG sem spilar með í Icesave. Veðja krónu að arftaki Ögmundar verði leiðitamur Samfó þingmaður.
Já, og Katrín Jakobs réð Tinnu sem Þjóðleikhússtjóra. Gott hjá henni, allir aðrir leikir í stöðunni hefðu lyktað af pólitískum elítustælum sem Sjallar, Samfó og Frammarar hafa stundað svo grimmt í gegnum tíðina. Gott hjá henni að falla ekki í þá gryfju.
Ögmundur segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Athugasemdir
Fylgjum Ögmundi það kemur ekki til greina að borga Iscave burt með AGS og aldrei ESB!
Sigurður Haraldsson, 1.10.2009 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.