Eitthvað annað?

Þessi frétt ber með sér að "eitthvað annað" sé í bígerð. Ég er forvitinn.

Þessi snúningur er að undirlagi VG, það er á hreinu. Samfó var með "fagra Ísland" en það var vitað að þar var ekki einhugur um stefnuna þá. VG hefur lengi verið á móti álverum og sagst vilja "eitthvað annað" þó þetta "annað" hafi hingað til ekki verið nefnt svo raunhæft sé.

Nú verður áhugavert að sjá hvað "þetta annað" er. Því ef það er ekkert annað sem á að rísa fyrir norðan og nýta orkuna þar, þá lýsi ég endanlega frati á VG sem ábyrgðarlausum tuðurum sem gera það eitt að vera á móti. Tek þó enn fram að ég held að nú búi eitthvað undir. Það er "eitthvað annað" í bígerð. 


mbl.is Viljayfirlýsing ekki framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Árið 2007 var kosið í Hafnarfirði um stækkun Alacan í boði var að hálfi VG eitt hvað annað í staðs álvers  í dag væru um eða yfir 2000 að vinna við framkvæmdir, stækkunarmáli var fellt og við fengum þetta eitthvað annað það svo sem ágæt fyrirtæki það er ekki á firmaskrá engar tekju engin atvinna en tómar íbúðir auð iðnaðarhverfi breiður af vinnuvélum sem stand verkefnis laus við Hafnfirðingar eru en ekki búnir að átta okkur alveg á þessu eitthvað annað er, en nú vitum að það gefur engar tekjur og enga atvinnu, undarleg stefna VG í atvinnumálum hún mun varla breytast úr þessu.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 26.9.2009 kl. 23:00

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Sælir

Þetta "eitthvað annað" er hin stórkostlega humynd VG um eldfjallagarð í Gjástykki. Auðvitað á einhver annar að framkvæma þetta eitthvað annað - og einhverjir aðrir eiga bera kostnaðinn - og einhverjir enn aðrir eiga að koma í þennan garð. Þetta er ein stór sorgarsaga með grátbroslegi ívafi. Nú er hrunadaansinn að hefjast. Af hverju ættu einhverjir að vilja festa fé sitt í þessu óvinveitta skattheimtu og heimtufrekju landi?

Sigurjón Benediktsson, 27.9.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband