25.9.2009 | 08:42
Fer maður þá ekki bara í fulla áskrift?
Er búinn að vera í helgaráskrift núna í doldinn tíma, og fíla vel. Mogginn er frábært dagblað. Miklu betra en Fréttablaðið, þó það sé einnig ágætt sem slíkt.
Nú kemur Dabbi inn sem ritstjóri. Eins og ég þoldi hann ekki sem Seðlabankastjóra, þá hafði ég ávalt mikið álit á honum sem stjórnmálamanni. Og rithöfundi. Og sem ritstjóri Moggans á hann eflaust eftir að brillera.
Sem seðlabankastjóri gerði hann nokkur mistök. Afdrífarík mistök. En sum voru ekki hans. T.d. er þessi fáránlega vaxtastefna Seðlabankans ekki hans barn, heldur afkvæmi m.a. núverandi Seðlabankastjóra. Og stefna Seðlabankans almennt er einn helsti áhrifaþáttur í hruni krónunnar. En Dabbi fór úr Seðlabankanum (ég var m.a. meðal mótmælenda þar). Og er núna að fara í það þar sem hæfileikar hans munu njóta sín, sem og tengsl. Hann er innvinklaður út um allt og mun lemja núna á Hrappi Vestmann (Jón Ásgeir) sem á hitt stóra blaðið og hina sjónvarpsstöðina. Hrappur Vestmann er einn helstu áhrifamanna í þessu hruni okkar. Munum það.
Ekki er ég að sjá Þóru og alla hina "góðu" "blaðamennina" okkar missa vatn yfir þeim eignatengslum.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.