4.9.2009 | 15:34
Kannski fjölmiðlar fari þá að vanda sig?
Fréttamiðlar hafa leyft sér að fara ótrúlega frjálslega með staðreyndir eftir hrunið. Þeir slóu upp þessum fréttum af meintum tilfærslum sem ógurlegum fréttum og báru fyrir sig heimildamönnum. Er til of mikils ætlast að fréttamenn staðfesti heimildir sínar, ef þær eru t.d. nafnlausar? Beri "ásakanir" undir "ásakaða" áður en farið er af stað með frétt?
Ekki vil ég að þeir þegi eða hætti, bara að þeir vandi sig. Er til of mikils ætlast? Því uppgjörið við útrásavíkingana má ekki vera byggt á ruglingi heldur verður sannleikurinn að vera í hávegi hafður, þá sem endranær.
"Blaðamenn" og "fréttamenn" eru ein hörundssárasta stéttin á landinu. Hörundsár stétt með magnað vopn: Fréttastofurnar. Og "blaðamenn/fréttamenn" eru reglulega duglegir að nýta þessar fréttastofur til að berja á þeim þegnum sem þeim mislíkar. Þetta kristallaðist í því þegar Auðun Georg Ólafsson var ráðinn sem fréttastjóri á fréttastofu RÚV. "Fréttamenn" landsins lögðust allir sem einn í það óþrifaverk að maka drullu á þann mann, og lögðu hann í slíkt einelti að hann sá sína sæng útbreidda og afþakkaði starfið. Nú er hætt við að þessir menn sem nú hafa kært fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, verði rakkaðir niður í fréttastofu þessa fjölmiðlafélags sem aldrei fyrr. Vei þeim fyrir að reyna að verja sig með kærum.
Talandi um sannleiks gildin hjá "fréttamönnum". Um daginn, þegar lögbannið var frá Kaupþingi á fréttastofu RÚV, um umfjöllun um lánabókina, leið ekki sá fréttatími að fréttastofa fjallaði ekki um það. Og fréttastofan dró hvern sérfræðinginn, háskólaprófessor eður ei, inn í viðtal þar sem fjallað var um hversu vont þetta lögbann væri fyrir fjölmiðla, málfrelsi og ég veit ekki hvað.
Ekki sögðu þessir "sannleikselskandi" "fréttamenn" frá því hvernig sumir þessarra viðmælenda voru svo hlutdrægir að það hálfa væri nóg. S.s. fréttastofan fór í áróðursherferð, ekki fréttafluttning.
Ég á mér draum. Þann draum þar sem ég get hlustað á fréttir og fréttaskýringaþætti þar sem maður getur gengið að því sem vísu að "fréttamennirnir" séu ekki hressilega litaðir af pólitík, trú eða öðrum huglægum gildum sem skemma sannleiksgildi fréttaflutningsins. Ég vill sannleikann eins og hann kemur af kúnni, ekki gerilssneyddan og túlkaðan af fréttamanni. S.s. hlutlausan fréttaflutning.
Er til of mikils að ætlast?
Karl höfðar mál gegn fréttamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér. Megum ekki hleypa fjölmiðlum út í aftökur á fólki. Það er eins og afkomendur Gróu á Leyti hafi safnast á suma fjölmiðla.
Birta ekki frétt nema hafa í höndunum sönnun fyrir fréttinni.
Björn Jónsson, 4.9.2009 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.