4.9.2009 | 15:34
Kannski fjölmiđlar fari ţá ađ vanda sig?
Fréttamiđlar hafa leyft sér ađ fara ótrúlega frjálslega međ stađreyndir eftir hruniđ. Ţeir slóu upp ţessum fréttum af meintum tilfćrslum sem ógurlegum fréttum og báru fyrir sig heimildamönnum. Er til of mikils ćtlast ađ fréttamenn stađfesti heimildir sínar, ef ţćr eru t.d. nafnlausar? Beri "ásakanir" undir "ásakađa" áđur en fariđ er af stađ međ frétt?
Ekki vil ég ađ ţeir ţegi eđa hćtti, bara ađ ţeir vandi sig. Er til of mikils ćtlast? Ţví uppgjöriđ viđ útrásavíkingana má ekki vera byggt á ruglingi heldur verđur sannleikurinn ađ vera í hávegi hafđur, ţá sem endranćr.
"Blađamenn" og "fréttamenn" eru ein hörundssárasta stéttin á landinu. Hörundsár stétt međ magnađ vopn: Fréttastofurnar. Og "blađamenn/fréttamenn" eru reglulega duglegir ađ nýta ţessar fréttastofur til ađ berja á ţeim ţegnum sem ţeim mislíkar. Ţetta kristallađist í ţví ţegar Auđun Georg Ólafsson var ráđinn sem fréttastjóri á fréttastofu RÚV. "Fréttamenn" landsins lögđust allir sem einn í ţađ óţrifaverk ađ maka drullu á ţann mann, og lögđu hann í slíkt einelti ađ hann sá sína sćng útbreidda og afţakkađi starfiđ. Nú er hćtt viđ ađ ţessir menn sem nú hafa kćrt fréttastofu Stöđvar 2 og Vísis, verđi rakkađir niđur í fréttastofu ţessa fjölmiđlafélags sem aldrei fyrr. Vei ţeim fyrir ađ reyna ađ verja sig međ kćrum.
Talandi um sannleiks gildin hjá "fréttamönnum". Um daginn, ţegar lögbanniđ var frá Kaupţingi á fréttastofu RÚV, um umfjöllun um lánabókina, leiđ ekki sá fréttatími ađ fréttastofa fjallađi ekki um ţađ. Og fréttastofan dró hvern sérfrćđinginn, háskólaprófessor eđur ei, inn í viđtal ţar sem fjallađ var um hversu vont ţetta lögbann vćri fyrir fjölmiđla, málfrelsi og ég veit ekki hvađ.
Ekki sögđu ţessir "sannleikselskandi" "fréttamenn" frá ţví hvernig sumir ţessarra viđmćlenda voru svo hlutdrćgir ađ ţađ hálfa vćri nóg. S.s. fréttastofan fór í áróđursherferđ, ekki fréttafluttning.
Ég á mér draum. Ţann draum ţar sem ég get hlustađ á fréttir og fréttaskýringaţćtti ţar sem mađur getur gengiđ ađ ţví sem vísu ađ "fréttamennirnir" séu ekki hressilega litađir af pólitík, trú eđa öđrum huglćgum gildum sem skemma sannleiksgildi fréttaflutningsins. Ég vill sannleikann eins og hann kemur af kúnni, ekki gerilssneyddan og túlkađan af fréttamanni. S.s. hlutlausan fréttaflutning.
Er til of mikils ađ ćtlast?
![]() |
Karl höfđar mál gegn fréttamönnum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála ţér. Megum ekki hleypa fjölmiđlum út í aftökur á fólki. Ţađ er eins og afkomendur Gróu á Leyti hafi safnast á suma fjölmiđla.
Birta ekki frétt nema hafa í höndunum sönnun fyrir fréttinni.
Björn Jónsson, 4.9.2009 kl. 16:46
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.