Nú, hvað varð um Landspítalann?

Einari Karli átti að redda vinnu á Landspítalanum, enda var hann atvinnulaus eftir að síðasta stjórn féll (hann var aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, Össurar). Nú hefur það greinilega ekki gengið, enda var gífurleg óánægja á Landspítalanum með það gjörning. Að ráða "atvinnulygara" á fínum launum, búa til stöðu og allt, á sama tíma og spítalinn gengur í gegnum mjög erfiðan niðurskurð. (Þetta var nasasjón af "gegnsæinu" og "heiðarleika" stjórnmálamanna Samfylkingarinnar).

Nei, í staðinn er Kristjáni hent út, sem kannski var allt í lagi, ekki var neitt að koma frá honum né Urði. Og Einar ráðinn í staðinn.

Frábært. Svona eiga faglegar og gegnsæjar ráðningar að eiga sér stað.

Nú er spurt: Var staðan auglýst hjá hinu "faglega", "gegnsæja" og "óspillta" forsætisráðuneyti Samfylkingarinnar?

Svarið er: Nei.


mbl.is Einar Karl ráðinn upplýsingafulltrúi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband