27.8.2009 | 07:54
Þá verður ekkert gert
Fyrst ekki má mismuna (eins og Gylfi segir) þá verður ekkert gert. Því þetta er gallinn við "ómismunum", að í enda dags verður þá ekkert gert fyrir einn né neinn.
Því eins og ég hef sagt áður, þá heldur "ómismunun" öllum í aðgerðarleysi.
Ég tók þetta fram í þessari færslu, og endurtek hana hér:
Ef skipstjóri Titanic hefði verið félagshyggjumaður/jafnaðarmaður þá hefði hann skv. hegðunar- og ákvarðanamynstri jafnaðarmanna, ekki hleypt neinum í björgunarbátana þegar skipið var að sökkva.
Já, það voru nefnilega ekki til björgunarbátar fyrir alla. Þá er það svoleiðis skv. jafnaðarmennskunni að ekki má mismuna fólki. Allir eiga að vera jafnir og hafa jafnan aðgang að björgunarbátum.
Þar sem ekki var hægt að tryggja aðgang allra að björgunarbátum þá hefði skipstjórinn komið því þannig fyrir að enginn færi neitt. Það væri ójafnræði og mismunum á farþegum því hann vissi vel að ekki var pláss fyrir nærri því alla farþegana. Skamm skamm. Nei, ekkert svoleiðis. Jöfnuður er ordre de jour, enginn í bátana þá.
Jafnaðarmenn eru yndislegt fólk og ég á helling af vinum sem telja sig til jafnaðarmanna. En þessi hugsunarháttur er bara algert tjón fyrir þessa annars fallegu hugsjón. Allir jafnir. Í vandræðunum og skítnum.
Greiðsluviljinn að hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.