13.8.2009 | 09:25
Af hverju í ósköpunum kaus ég hann?
Ég kaus Borgarahreyfinguna í síðustu kosningum. Að vissu leyti óánægjuatkvæði en yfir það heila leyst mér vel á hreyfinguna (og þau hafa staðið sig vel fyrir utan Þráinn). En Þráinn var sá sem bauð sig fram í mínu kjördæmi, Rvk Nor. og ég hugsaði þegar ég krossaði við Þráinn "hef illan bifur á þessum fír en hey, þetta er samt X-O".
Síðan þá hefur Þráinn ítrekað sannað að andlegur fyrirvari minn var á rökum reistur. Gaurinn rekst verr en Kiddi sleggja í flokki og þá er nú mikið sagt. Drullar feitt yfir sitt ágæta samstarfsfólk í flokknum í fjölmiðlum, ítrekað. Svarar engu þegar þau reyna að hafa samband við hann. Hann er, eins og sagt er á góðri íslensku, alger hálfviti.
En hin hafa staðið undir væntingum, Þór Saari sérstaklega. Ánægður með þau.
Þar sem ég kaus X-O syrgði ég það þó að geta ekki kosið Pétur Blöndal, minn uppáhalds þingmann. En X-D var bara ekkert inni í myndinni lengur. Maður kýs ekki flokk sem hefur drullað jafn feitt upp á bak og sá flokkur.
Vilja Þráin af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.