20.7.2009 | 01:40
ah shit, þar fór það. Í bili allavega
Ef þetta er rétt þá er þetta mikill missir fyrir formúluna og akstursíþróttir almennt. Já, jafnvel íþróttir almennt. Það er ekki mikið um það að karlar og konur keppi hlið við hlið á algerum jafnréttisgrundvelli. Jafnvel skákin er kynjaskipt. Danica Patrick vill ekki fara í stórustrákadeildina á forsendum sem lengi hafa loðað við þá mýtu að konur vilji ekki komast til metorða í starfi sínu á kosnað fjölskyldunnar.
Danica Patrick er langefnilegasta konan sem komið hefur fram í langan tíma til að vera bryxluð við Formúlu 1. Akstursíþrótt þar sem, tja, bestu ökumenn heims keppa. Það er ekki flóknara en svo. En hún vill ekki fara þangað. Ég er algerlega viss um að hún myndi sóma sér vel þar og standa sig vel, hún hefur sýnt fram á það hingað til að þetta hefur ekkert verið ókeypis hjá henni. Og ekki hefur hún verið neitt hrædd við að keppa við strákana hingað til, hefur sko aldeilis látið finna fyrir sér. En nei, hún vill ekki leggja á sig fjarverur og fjarlægðir frá sínum nánustu. Skil það vel svosum. En djöfull eru þetta samt mikil vonbrigði! Var að vona að hún myndi nú velgja þeim undir uggum og verða dóttur minni fyrirmynd (kannski).
Vonandi kemur hún samt í slaginn á endanum. Það væri frábær þróun eftir allt helv. ruglið undanfarið.
Patrick vill ekki í formúluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.