Svona er að eiga góða vini: Klíkuskapur

Það er magnað að vera búinn að vera vitni að klíkuskap og sjálftöku þeirra sem hvað mest æptu hér fyrir hrunið. Í 12 ár voru Framsókn og Sjallar í stjórn og röðuðu vinum og vandamönnum í feitar stöður. Allaballar, kommar og kratar voru að sjálfsögðu brálaðir og töluðu m.a. fjálglega um "faglegar ráðningar" og þar fram eftir götunum.

Kemst svo Samfylkingin ekki í stjórn og byrjar strax að raða inn "vinum og vandamönnum" í feitar stöður. ISG raðar vinkonum sínum í Flustöðina og svo í sendiherrastöður. VG gelta áfram enda í andstöðu. Kemst svo VG ekki til valda í kringumstæðum sem þau eflaust hefðu viljað komast hjá. En hvað um það, breytir ekki því að um leið byrnar innvinklun "vina og vandamanna" og "pólitískt hliðhollra" í feitar stöður. Eru Svavar Gests og Indriði skattmann bestu kandídatar til að semja um IceSave meðan reynsluboltar í alþjóðasamningum á borð við Aðalsteinn Leifsson sitja heima og gera ekkert? Ætlar einhver að segja mér það? VG núna raðar inn hliðhollum í stöður, nefndir, embætti og þar fram eftir götunum. Nákvæmlega það sama og þau bölvuðu í sand og ösku þar til fyrir tæplega einu ári síðan.

Ragnar Reykás anyone?

Einar Karl er í Landspítalanum og fleiri feitum stöðum BARA vegna þess að hann er fyrrum aðstoðarmaður Össurar. Ekkert annað. Kallinn er úti á túni þarna, veit ekkert um spítalarekstur og er settur þarna bara svo hann þurfi ekki að þiggja atvinnuleysisbætur. Já, hann er nebblega í geira sem verður fyrstur fórnarlamb í kreppu og samdrætti, almannatengsl og auglýsingastofur.

Við skulum bara muna að þessir pólitíkusar eru allir jafn óheiðarlegir og vinagóðir þegar kemur að skipunum í stöður og embætti. Nákvæmlega sama tóbakið á hægri og vinstri vængnum.


mbl.is Einar Karl tímabundið í forsætisráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einar Karl er maðurinn sem breytti Ólafi Ragnari úr ósvífnasta og leiðinlegasta pólitíkus landsins í forseta Íslands. Nú á hann að fara að blekkja okkur til stuðnings við Icesave og láta okkur halda að ríkisstjórnin sé að gera eitthvað af viti fyrir almenning í landinu. Vörum okkur á pr-barbabrellum.

Guðrún (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 12:44

2 identicon

Þetta er mjög eðlileg ráðning. Það er eðlilegt að ráðherrar ráði sér aðstoðarmenn sem þeir treysta. En þeir eiga líka að fara þegar ráðherran fer, það er grundvallaratriði.

Það sem hefur verið vandamál i okkar stjórnsýslu, er að þegar póllitkusar eru að ráð menn ævilangt út af flokkskírteini. Svo er alls ekki í þessu tilfelli, allt tímabundin störf, og eðlilegt. Enda er Jóhanna ekki spilltur stjórnmálamaður.

Sigurdur (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband