21.6.2009 | 01:44
Er Gunnar kannski á réttri leið þarna?
Ég er Sjalli. Hef alltaf verið þó ég hafi nú ekki greitt þeim mitt atkvæði í síðustu kosningum. En umfram allt hef ég haft megnustu ísmugu á Gunnari I. Birgissyni í Kópavogi, siðferðislega séð. Það gleður nærri því mitt hjarta að sjá hann núna riða til falls í Kópavogi. En hvað um það.
Ég er ekkert svo viss um að þessi kæra FME til löggunar sé gáfuleg. Því ekki var LSR að fjárfesta gáfulega skv. sinni eigin fjárfestingastefnu sem okkar frábæru "blaðamönnum" dettur ekki í hug að spyra Ögmund betur út í (sjáið áhættusæknina sem Ögumundur þóttist ekki bera neina ábyrgð á)
Aftur á móti er erfitt að sjá hvað lífeyrissjóðurinn gat fjárfest í á sínum tíma sem var öruggt.
Það viðrist vera sem að lífeyriskerfið, og lög þar um, séu sniðin utan um ríkið og ríkið eitt er kemur að öryggi. En hvað með sveitarfélög? Þetta er bara doldið rugl, finnst mér. Og það virðist vera sem að það eitt að bölva Gunnari sé undanþága frá því að rökstyðja mál sitt með haldbærum rökum.
Einn "félagið" minn, apple á Málefnunum segir svo:
"Ef svo er, að Kópavogsbær ábyrgist þennan lífeyrissjóð, þá var þetta góður leikur hjá þeim.
Því að ef allt hefði hrunið og peningarnir sem lífeyrissjóðurinn sat á hefðu gufað upp, þá hefði Kópavogsbær þurft að endurgreiða það.
En sú leið sem var farin, þ.e. að lána Kópavogsbæ peningana, sem svo aftur borgaði strax einhverjar skuldir, þá var verið að gera mjög sniðugan hlut, þ.e. Kópavogsbær tryggir sig gagnvart áfalli vegna tap lífeyrissjóðsins.
Einsog þið vitið þá hverfa skuldirnar ekki í svona hruni þó innistæðurnar geti gert það. Með því að fá lán hjá lífeyrissjóðnum náði Kópavogsbær að grynnka á skuldum sínum.
Hefði Kópavogsbær og Lífeyrissjóðurinn ekki gert þetta, og allt hefði farið á versta veg, þá hefði Kópavogsbær skuldað jafnmikið, og Lífeyrissjóðurinn með tap sem Kópavogsbær þyrfti að bæta. Þannig að Kópavogsbær var þarna í raun og veru að nýta sér lífeyrissjóðinn til að koma í veg fyrir að áfall.
Good move."
Þetta er bara alveg rétt, finnst mér. Þarna er bærinn, og lífeyrissjóðurinn, að dreifa áhættunni.
Hvað sem fólki þykir um Gunnar (mér finnst hann hundeiðinlegt spillingarsvín), þá virðist sem svo að þarna hafi hann virkilega verið að gera rétt. En gallinn er, það stangast á við landslög (það eina "rétta" sem hægt er að fjárfesta í er ríkisskuldabréf) og því er kært. Hmmmmmm, er það þá allt í góðu?
Ef eitthvað hefur læst þessi síðustu misseri þá er það það að spyrja spurninga. Erfiðra spurninga.
Sjóðsbjörgun kærunnar virði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef hagfræði prófessorunum diti svona snjallræði í hug þá væri margt betur farið hjá okkur,þó þetta færi einhvern tíma yfir 10.% regluna þá get ég nú ekki séð að það sé nú dauða synd.
Ragnar Gunnlaugsson, 21.6.2009 kl. 11:00
Ég verð nú að segja að mér finnst svolítið mikið gert úr þessu máli.
Ég er ekki alveg búinn að sjá hvernig Lífeyrissjóðurinn og Kópavogsbær sem ábyrgðaraðili hefðu getað tryggt sig betur miðað við ástandið eins og það var (og er reyndar enn)
Landfari, 21.6.2009 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.