18.6.2009 | 14:38
Hún er Hollendingur í eðli sínu.
Það er leitt að frænka skuli hafa meitt sig svona. Vona að hún hafi það fínt, blessunin.
Annars er gaman að sjá að hinn pólitíski rétttrúnaður um hjálm á haus á hjóli skuli vera vel hamraður hér. Ég var í vikuferð í Hollandi fyrir rúmlega viku síðan, þjóð sem er með miklu, miklu, miklu, miklu, miklu meiri hjólamenningu en við og þar sá ég samtals fimm manneskjur með hjálm. Þrjú börn með foreldrum sínum (foreldrarnir ekki með hjálm) og tveir Tour de France wannabes. Það var allt of sumt. Þegar ég hjóla (og börnin sjá ekki til) er ég ekki með hjálm.
Þannig að við Svandís frænka erum greinilega of miklir Hollendingar í okkur ;)
Umhverfisráðherra hlaut höfuðhögg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Athugasemdir
Getur kannski verið að Hollendingar sem hjóla svona mikið hafi talsvert vit á hjólreiðum til samgangna ? Þeir vita að það sem skiptir máli sé að varast slysin, miklu fremur en að vera með búnaði til að milda áhrifum, og svo stóla á hlífðarbúnaðinn.
Skrifaði langa færslu um umferðaröryggi, hjálmar og hjólreiðar tengd við þessa frétt sem ég ætla að birta á morgun :
http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/905722
Morten Lange, 30.6.2009 kl. 00:53
Ehem Ný slóð :
Umhverfisráðherra til fyrirmyndar ! Hjálmar ofmetnir
Morten Lange, 30.6.2009 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.