13.6.2009 | 19:34
Holland er yndislegt land
Við spúsa vorum að koma heim frá Hollandi á fimmtudaginn eftir tæplega viku dvöl þar. Farið til Amsterdam, síðan Delft, smá visitering til Den Haag, og svo Schipol og heim.
Af þessum borgum þótti mér Delft fallegust. Hrein, stílhrein og óspillt af auglýsingaskildabrjálæðinu sem einkenndi t.d. miðbæ Haag.
En það var tvennt sem vakti athygli mína, og það var ekki strax sem það varð. Hvergi sá ég ósnerta náttúru. Og af öllum þeim þúsundum hjólreiðarmanna sem ég sá þarna (Hollendingar hjóla gífurlega mikið) sá ég fimm (5) með hjálm.
Er það eitthvað sem Hollendingar vita sem við Íslendingar erum að misskilja? Allavega, þegar ég hjóla í vinnuna þá er ég sjaldnast með hjálm. Líklega Hollendingurinn í mér....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.