5.6.2009 | 15:36
Er þetta "glæsilega niðurstaðan" sem við áttum von á?
Tja, þetta eru blendnar fréttir. Kannski var þessi vondi samningur sá eini sem við áttum séns á, fyrst farin var sú leið að rengja ekki ábyrgð ríkisins á þessum innlánum.
En okkur til huggunar þá eru lán í London að tikka inn afborgunum á lánasafni Landsbankans. Það var í fréttum um daginn að það komu inn 50 milljarðar á sex mánuðum á þessi lánasöfn. Þannig að kannski eru til eignir fyrir þessu öllu.
En það er þó forvitnilegt að vextirnir skuli vera 5,5%. Meira en íbúðalán bera.
Þetta eru þá s.s. góðu fréttinar. Hverjar eru þá vondu fréttirnar sem Jóhanna og co vilja ekki láta þjóðina vita af? Enn meiri barsmíðar á heimilum og fyrirtækjum, barsmíðar með skjaldborgum Jóhönnu?
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er enn önnur hlið á þessu líka - Kíktu á bloggið mitt við þessa grein.
Rúnar Þór Þórarinsson, 5.6.2009 kl. 15:43
Það sem ég skil ekki er að hvernig er hægt að semja um eitthvað sem er ekki á ábyrgð Íslands, Bretar settu jú hryðjuverkalög á Landsbankann, frystu alla eigur og yfirtóku bankann í Bretlandi og þá hefði ég haldið að ábyrgðin væri þeirra þar sem þetta er jú eignarupptaka Breta á bankanum og það á við bæði skuldir og eignir, alveg furðulegt að bjóðast til að borga eitthvað sem okkur varðar ekkert um.
Sævar Einarsson, 5.6.2009 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.