Það er ekkert mál að brjóta stjórnarskrá...

...því Jóhanna Sigurðardóttir beygði all hressilega í besta falli stjórnarskrá Íslands þegar hún setti hinn nýja og æðislega Seðlabankastjóra, þá nýbúin að vera dæmd fyrir rétti fyrir að brjóta landslög vegna brottreksturs opinbers starfsmanns.

Það var að mér fannst svo brandari að svo skyldi hún snúa sér við, nýbúin að vera dæmd fyrir lagabrot, og nýbúin að beygja, eða brjóta, gegn stjórnarskránni, og fara af stað í að setja fram, tja, eigum við að segja "illa orðaða" stjórarskrárbreytingu.

Það er alveg magnað að horfa uppá getuleysið í fólkinu sem kom í staðinn fyrir "vanhæfu ríkisstjórnina". Slær sér á brjóst í réttlætiskasti en getur lítið betur gert þegar á hólminn er komið.

Kröfuhafar hinna bankanna, Landsbankans, Glitnis og Kaupþings hafa ekki hafið mál gegn ríkinu vegna neyðarlaganna, sem stjórn Sjalla og Samfó setti. Miklu miklu miklu hærri upphæðir þar í gangi þó. En SPRON yfirtakan hjá FME virðist vera algert klúður, eða eins og ég segi oft, skitið upp á bak í beinni. Þau voru á góðri leið með að semja við lánadrottna og hvað gerir ríkisstjórn hinnar heilögu Jóhönnu? Rústar því!

Magnað að vera vitni að þessu rugli. Það er sama hvert litið er, við eigum bara ónýta stjórnmálamenn. Nema kannski Borgarahreyfinguna, en ekki byrjar þetta þó sannfærandi hjá Þránni Bertelssyni með sín heiðurslaun.


mbl.is Segja yfirvöld brjóta stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband