3.9.2008 | 15:50
Þegar stjórnmálamenn beita fyrir sig hagsmunasamtökum
Þetta er merkileg frétt. Þarna er BSRB að vara við frumvarpi. Látum liggja milli hluta að fjalla um frumvarpið sjálft. Skoðum aðeins hvað liggur að baki þessari tilkynningu frá BSRB.
Það fer ekki milli mála að þeir á þingi sem hæst andmæla þessu frumvarpi eru Vinstri Grænir. Fer þar þingflokksformaður þeirra, Ögmundur Jónasson, fremst í flokki. Hann hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að þetta frumvarp heilbrigðisráðherra sé slæmt.
Kemur svo fram tilkynning frá BSRB um þetta. Þarna er BSRB að blanda sér beint í landspólitíkina. En hver er formaður BSRB? Það er sjálfur Ögmundur Jónasson.
Reyndar er nafn Helgu Jónsdóttr, framkvæmdarstjóra BSRB, sett í fót skjalsins (pdf) en það breytir ekki því að fingraför Ögmundar eru út um allt á þessu skjali.
Þó ég beri mikla virðingu fyrir Ögmundi Jónssyni þá finnst mér alltaf hundleiðinlegt þegar hann beitir BSRB, þar sem hann er búinn að vera formaður núna í mörg, mörg ár, fyrir sig í landspólitíkinni.
Skrítið þó, eða kannski ekki, að blaðamenn moggans reyna ekkert að fjalla um þennan flöt málsins. Myndu þeir kannski frekar gera það ef (fræðilegt dæmi) Ásta Möller, sem fyrir stuttu síðan átti hjúkrunarþjónustufyrirtæki, myndi beita sér fyrir því að greiða götur þessa frumvarps? Myndi heyrast hljóð úr horni þá? Held nú betur!
Varar við afgreiðslu frumvarps um sjúkratryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.