"enda reki borgin á reiðanum"? Bíddu nú aðeins hæg, frænka!

Þegar eitthvað er rekið á reiðanum þá þýðir það að hlutirnir séu reknir án framtíðarsýnar, án heildarmyndar. En það var einmitt vegna þessa sem Ólafur var svo óánægður í síðasta samstarfi! Borgin var rekin á reiðanum með ykkur, frænka! Hvar var málefnasamningurinn? Hvar var framtíðarstefnan sem þið gátuð sætt ykkur við? Hvar var samkomulagið í málefnunum? Hvergi!

Rekin á reiðanum? Ja hérna hér.

Það nefnilega komu í það minnsta tvær fréttir í fjölmiðlum um að Frjálslyndir óskuðu eftir málefnasamningi og aldrei kom neitt frá ykkur. Í núverandi málefnasamningi eru um 12 atriði sem allir geta skrifað undir, af hverju komuð þið ekki með þann lista til að byrja með, í það minnsta? Það hefði ekki verið erfitt en var ykkur samt um of.

En líklega væri frekar nærri lagi að segja að þið í minnihlutanum viljið láta reka borgina áfram á reiðanum og því séuð þið tilbúin að taka við.

Þú ert miklu betri en svo, frænka, að þú getir sagt eitthvað svona rugl út í loftið og verið stolt af. Gerðu betur næst, því þér tókst svo vel til í að stoppa REI ruglið. Halda áfram á slíkri braut, en ekki í svona ósannindabraut sem þetta skot með "reka á reiðanum" augljóslega var.


mbl.is Svandís: borgin á betra skilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Spurning hvort það séu atriði í þessum málefnasamning sem borgarbúar vildu:

  • Reykjavíkurflugvöllur verður sýndur í óbreyttri mynd á aðalskipulagi á meðan rannsóknir standa yfir vegna nýs flugvallarstæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verður tekin ákvörðun um flutning Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu.

Þetta þýðir að mínu viti að það eigi ekki að taka neina ákvörðun.

  • Framkvæmdir hefjist sem fyrst við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Allir sem búa þarna í hverfunum eru á móti þessum gatnamótum

  • Almenningssamgöngur verða efldar. Tilraun um frían aðgang fyrir ákveðna hópa verði haldið áfram. Fargjöld í strætisvagna verði felld niður hjá börnum og unglingum að 18 ára aldri sem og öldruðum og öryrkjum. Unnið verði að því að bæta leiðakerfið og þjónustu við farþega.

Þetta var í gangi

  • Leitað verður leiða til að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegarins og  miðborgarinnar eins og kostur er.

Vitum nú alveg hvernig þetta byrjaði með 600 milljóna útgjöldum sem verður náttúrulega að taka einhverstaðar frá. Kannski kemur það í ljós þegar semja á um kjör fólks í skólum og leiksskólum. 600 milljónir er nærri 3 fallt það sem stjórn Reykjavíkur er að leggja í átak til að manna þessar stofnanir

Síðan er í þessu plaggi talað um t.d. sundabraut og hjúkrunarrými sem eru verkefni Ríkissins.

Finnst líka að málefnasamningur þar sem að verdun 19 aldar götumynd er raðað númer 2 á listann en skólum og félagslegri þjónustu í neðstu sætin vera rangar áherslur

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.2.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband