Nú þarf fréttastofa Stöðvar 2 bara að feta í fótspor fréttastofu Sjónvarpsins...

...og mótmæla kröftuglega ráðningu Steingríms, halda mótmælafundi á kaffistofunni, leggja nýja fréttastjórann í einelti dag og nótt, fara í alls kyns umræðuþætti og níða Steingrím í beinni. Elta hann á röndum þegar hann mætir í vinnuna með myndavél og senda það út í fréttum, taka Steingrím í viðtal þar sem hann er spurður hreint út sagt fáránlegum spurningum svo hann segi eitthvað vitlaust kannski (eins og t.d. hittir þú Jón Ásgeir á kaffihúsi í gær) og þá er fréttastofa Stöðvar 2 komin á stall með "virðulegustu fréttastofu landsins".

Fréttastofa Stöðvar 2 getur líka gert betur, bara hreinlega tjargað Steingrím og fiðrað, það eina sem RUV gerði ekki til að niðurlægja Auðunn algerlega. Steingrímur vann jú fyrir Halldór Ásgrímsson, það er auðveldara að fullyrða að hann sé Framsóknarmaður (og þar með rétttjarganlegur) en Auðunn á sínum tíma.


mbl.is Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband