Fífa er dáin

FifaSorgartíðindi voru að berast mér í símann rétt áðan. Fífa, kötturinn okkar, er dáin. Hún lést á dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti í nótt af áverkum sem hún hlaut fyrir tveim dögum. Við vitum ekki hvað kom fyrir, sennilega hefur bíll keyrt á hana.

Börnin koma til með að sakna hennar, sem og við Elsa. Fífa var 14 ára þegar hún dó.

Update: Jarðaför Fífu fór fram í kyrrþey, og mun hún hvíla í garðinum okkar í Æsuborgum. Við Elsa kvöddum hana þarna og börnin fá tækifæri til að gera slíkt hið sama þegar þau koma úr leikskólanum. Ég á eftir að sakna Fífu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég samhryggist ykkur, Fífa ykkar var falleg kisa og greinilega elskuð.

halkatla, 15.8.2007 kl. 10:24

2 Smámynd: Þarfagreinir

Votta samúð mína. Kettir eru yndisleg dýr - en hún hefur þó sem betur fer náð ágætum aldri.

Minn köttur er merkilegt nokk í þessum skrifuðum orðum að gangast undir aðgerð vegna sárs sem hann fékk á innanvert lærið - það er alls ekki hættulaust að vera köttur víst.

Þarfagreinir, 15.8.2007 kl. 10:27

3 identicon

Við fjölskyldan í Glósölum 16 samhryggjumst ykkur.

Sigurgeir Sigurpálsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband